Vera - 01.06.2003, Page 3
Opinbert einkalíf á netinu
+
Kraftmikill femínismi
sem ólgað hefur í hópastarfi Femínistafélagsins og
komið fram í aðgerðum eins og mótmælum gegn feg-
urðarsamkeppnum, sðgusýningu um fyrri mótmæli,
fundi um karlmennsku og femínisma, aðgerðunum
..rnálum bæinn bleikan" 19. júní og merkjasölu fyrir
utan nektardansstaðinn Goldfinger.
Lögreglan í Ósló
fyrir að gera áhlaup til að uppræta ólögmætt klám á
myndböndum og DVD-diskum í 14 búðum og mynd-
bandaleigum þar í borg. Alls var lagt hald á 30.000
myndir [ aðgerðinni sem 50 lögreglumenn tóku þátt í.
Gott fordæmi fyrir íslenska lögreglumenn.
Fækkun kvenna á Alþingi
úr 23 í 19, eða úr 36% þingmanna niður í 29%. Af átján
nýjum þingmönnum eru aðeins þrjár konur, eða 17%
Það er ekki góð vísbending um það hvernig þjóðin vill
hafa þingmannalið sitt í framtíðinni.
Vændi á Ólympíuleikum
sem virðist regla fremur en undantekning. Borgaryfir-
völd í Aþenu undirbúa nú fjölgun vændishúsa úr 200 í
230 og ætla einnig að auðvelda kynlífsþjónustu á fleiri
stöðum, svo sem hótelum og nuddstofum. Þetta kom
fram í máli Mata Kaloudaki frá Grikklandi á nýlegri ráð-
stefnu evrópskra samtaka gegn mansali sem haldin var
bér á landi.
Úrelt kynjaviðhorf
sem var staðfest (nýlegri rannsókn meðal 10. bekkinga.
Bæði strákum og stelpum fannst strákarnir klárari þó
Þeir fengju lægri einkunnir því þeir væru fyndnari og
skemmtilegri. Ástæða þess að stelpur fá hærri einkunn-
ar var hins vegar ekki talin sú að þær væru klárar - þær
eru bara duglegri að læra!
Dagbækur eru ekki lengur vandlega geymdar ofan (
skúffu, jafnvel læstar með litlum smekklás og í þær skrifuð
innstu leyndarmál eigandans - þær eru komnar á netið og
aðgengilegar hverjum sem lesa vill. Þessar nútímalegu
dagbækur nefnast blogg sem er stytting á enska orðinu
weblog eða netdagbók. Bloggið hefur náð mikilli út-
breiðslu hér á landi og margt fólk tjáir sig hvert fyrir annað
og les hvert annars blogg. Þetta er athyglisvert menning-
arfyrirbæri og til marks um það má nefna að í haust býður
Háskóli Islands upp á námskeið um blogg í tengslum við
bókmenntafræði. Lesa má ýmsa menningarstrauma út úr
því mikla tjáningarflóði sem getur að líta á netinu og þar
er hægt að rannsaka marga þætti. Dagbækur hafa alltaf
verið taldar mikilsverðar heimildir um samtíma sinn og
v(st er að sagnfræðingar framtíðarinnar munu hafa úr
nógu að moða vilji þeirgreina líf og líðan fólks í byrjun 21.
aldarinnar.
Þemaefni þessa blaðs er blogg. Þar skoðum við
kvennablogg og karlablogg, unglingablogg, tengsl
bloggs við dagbækur og sjálfsævisögur og bloggímynd-
ina - hvernig bloggið getur gert fólk frægt um stund og
hvernig tölvan hylur hið sýnilega og getur þannig búið til
nýja ímynd af þeim sem situr við skjáinn og tjáir sig með
orðum.
Ekki er langt síðan tölvurnar komu fram á sjónarsviðið
og breyttu lífi og vinnulagi notenda sinna. Á tímabili var
óttast að þær myndu minnka lestrar- og skriftarhæfileika
fólks en bloggið er dæmi um hið gagnstæða. Segja má að
duglegustu bloggararnir „hugsi með fingrunum" - tján-
ingin streymir látlaust frá þeim og ekki virðist skorta að
lesið sé. Annað nýtt fyrirbæri á netinu kallast MSN sem er
nafn á forriti þar sem fólk sem er samtímis á netinu „talar
saman". Notkun þess er frábær leið til að minnka fjarlægð-
ir á milli fólks og á sama hátt og bloggið þjálfar það skrif-
lega tjáningar- og lestrarfærni notenda þó ekki sé æskilegt
að slík tölvusamskipti komi í staðinn fyrir venjuleg sam-
skipti. Fólk mætti t.d. oftar taka upp síma eða hittast í stað
þess að láta öll samskipti sín fara fram í gegnum tölvupóst.
Annað meginefni blaðsins eru úrslit alþingiskosning-
anna sem urðu jafnréttissinnum mikil vonbrigði. Nú
minnkaði hlutfall kvenna í fyrsta sinn eftir jafna og stíg-
andi aukningu undanfarnar kosningar, eða allt frá því að
þrjár þingkonur Kvennalistans juku hlutfallið hressilega í
þingkosningum 1983. Ein þeirra var einmitt Guðrún Agn-
arsdóttir sem er (aðalviðtali þessa blaðs. Femínísk meðvit-
und hennar mótaðist af annarri bylgju femínismans en
hún tekur líka þátt í þriðju bylgjunni með því að sitja í ráði
Femínistafélags (slands. Það eru góð og merk tíðindi
hvernig tekist hefur að tengja saman eldri og yngri bar-
áttukonur fyrir kvenréttindum hér á landi með starfi
Femínistafélags íslands. Nýliðinn 19. júní var gott dæmi
um það. Þá tóku ungar og gamlar baráttukonur höndum
saman og „máluðu bæinn bleikan" svo eftir var tekið.
Húrra fýrir þeim frábæra krafti sem býr í femínistum af
báðum kynjum á Islandi í dag!