Vera - 01.06.2003, Síða 8

Vera - 01.06.2003, Síða 8
Dagur í lífi Jórunnar R. Brynjólfsdóttur kaupkonu Hún er 93 ára gömul og líklega elsta kaupkona á Norðurlöndum. Fyrir ellefu árum, þegar hún var 82 ára, hóf hún verslunarrekstur á Skólavörðustíg 19 og stendur þar enn á bak við búðarborðið og selur dúka, rúmfatnað og fleira fallegt. Hún býr á Elliheimil- inu Grund og á hverjum degi ekur Hermann Björgvinsson leigubílstjóri henni í búðina og aðstoðar hana síðan við að setja í stand. VERA fékk að fylgjast með degi í lífi Jórunnar. Jórunn býr í litlu herbergi á Litlu-Grund og segist alsæl að hafa nú bara hjá sér hluti sem henni þykir vænt um, hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinum óþarfa. Myndin af Hrísey er stærst en þar ólst hún upp, elst af átta systkinum, langafabarn Jör- undar hákarlaskipstjóra. Matsalurinn er uppi og þar hittir Jórunn annað heimilisfólk og yndislegt starfsfólkið. Hjúkrunarforstjórinn Katrín Þórlinds- dóttir les með henni þakkarkort sem hún var að fá og í eldhús- inu hittir hún vinkonu sína, Margréti Björgólfsdóttur. 8/3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.