Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 10

Vera - 01.06.2003, Blaðsíða 10
/ SKYNDIMYND Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir HEIÐA BJORG SLOKKVILIÐSMAÐUR »Þrátt fyrir mikla kvenréttindabaráttu undanfarna áratugi virðast ennþá vera ein- hverjar óskrifaðar reglur um hvaða vinnu og áhugamál konur og karlar „mega" velja sér. Konur eiga helst að vera í umönnunarstörfum og hafa hannyrðir og barnauppeldi sem áhugamál. Karlar eiga að vera í stjórnunarstöðum og stunda karlmannlegar íþróttir. Sem betur fer förum við fæst eftir þessu en samt sem áður er starfsval ís- lensku þjóðarinnar enn ótrúlega kynskipt. Heiða Björg Ingadóttir lætur þetta lítið á sig fá og er eina starfandi slökkviliðskonan á höfuðborgasvæðinu. Einnig var Heiða ein af tveimur fyrstu konunum til að ganga í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur (FBSR). * Heiða, sem er 32 ára og ólst upp í Vestmannaeyjum, flutti til Reykjavíkur til náms 1993 og fannst þá kominn tími til að breyta um áhugamál. „( Eyjum hafði ég aðallega áhuga á fótbolta og var eiginlega komin með nóg af því, vantaði eitthvað nýtt að gera. Ég fór að æfa karate til að byrja með en það dugði mér ekki. Þá sá ég auglýsingu frá Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík og björgunarsveit sem þá hét Ingólfur. Ég ákvað að kíkja á kynningarfundi hjá báðum þessum sveitum og byrjaði á að fara á fund hjá FBSR. Fyrsti karlinn sem ég mætti sagði að þeir vildu sko engar helvítis kellingar hér, ég gæti bara drullað mér út aftur. Og þar með var ekki aftur snúið. Ég varð náttúrlega að sýna þessum vitleysingi að konur gætu þetta alveg eins og karl- ar. Það kom smá skap í mig út af svona viðbrögðum." Heiða segir að margir í FBSR hafi verið á móti því að fá konur í sveitina en aðrir hafi viljað breyta þessu og vantað nokkrar konur til að vera nýliðar í tvö ár. Eftir kynningar- fundinn var Heiða því harðákveðin og hitti aðra stúlku sem hafði áhuga líka, Soffíu Helgu Valsdóttur. Heiða var nýliði í tvö ár, eða þar til innganga kvenna var borin upp á aðalfundi FBSR og tekin til atkvæða af félagsmönnum. Þar skiptist afstaðan í tvær fylkingar - þeir sem vildu konur inn og þeir sem vildu ekki konur. „Báðir hóparnir höfðu verið úti í bæ að fá gamla félags- menn til að mæta og greiða atkvæði. Sennilega hefur að- alfundur aldrei verið jafn fjölmennur og það munaði bara fjórum atkvæðum að konur fengju ekki að ganga í sveit- ina. Ég og Soffía komumst því inn en það voru heilmikil læti þessi tvö ár sem við vorum ( nýliðaflokki. Það voru einstaklingar á móti okkur og við fengum að heyra það. Sumir sögðu það bara við okkur og voru ekki með neina stæla eftir það en aðrir voru alltaf með stæla. Um ári eftir að við gengum inn hættu þessi leiðindi, það var augljóst að þetta var eitthvað sem búið var að samþykkja og því yrði ekki breytt. Athugasemdirnar sem við fengum voru aðal- lega um að við gætum þetta ekki eins og karlamir og ég fann að það var alltaf verið að horfa yfir öxlina á okkur. En á móti kom að margir vildu fá okkur inn í sveitina." Nú eru um tuttugu konur í FBSR. Á aðalfundi 27. maí sl. voru í fyrsta sinn í sögu sveitarinnar fleiri konur en karlar að ganga inn. „Þetta er allt á réttri leið hjá okkur," segit Heiða með ákveðnu stolti í röddinni. „Sumar björgunar- sveitir hafa alltaf tekið inn konur en þær hafa ekki fengið að gera það sama og hinir. Þær eru bara heima að hita kakó þegar karlarnir fara í útköll. Þessi sveit tók því hins vegar strax þannig að við gerum það sama og hinir." Fædd til að þrífa!!!? Inngangan í FBSR er ekki eini kynjamúrinn sem Heiða hef- ur hjálpað til við að brjóta. Nokkrum árum síðar gekk hún í 10/3. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.