Vera - 01.06.2003, Síða 14

Vera - 01.06.2003, Síða 14
/KARLVERAN erfiðara með að þrífast þegar heimurinn var einfaldari. En að selja bíla með konum uppá húddi er sem semsagt lág- kúra sem byrjaði þegar Japanir skildu ekki „staðreynda" auglýsingar Ameríkumanna eftir stríðslokin. Þeir komust að því að þeir snarféllu fyrir lágkúruauglýsingum - eins og hinn vestræni heimur virðist gera líka - en annars er megn- ið af allri vestrænni fjölmiðlaframleiðslu, ekki bara auglýs- ingar heldur líka sápuóperur, tónlistarmyndbönd og meira að segja fréttir lágkúrulegar ef að er gáð. Nú er vitað að „sexið seiur". Hverjir eiga að standa á bremsunni svo að allt fljóti ekki í gegn og hvaða aðferð- ir eru leyfilegar? Hin raunverulega „lögga" í svona málum ætti að vera samviska þeirra sem framleiða efnið. Heilbrigð samviska stoppar svona af í flestum tilfellum. Hins vegar er af og frá að allir hafi hreina samvisku sem starfa að þessu og slæm- ir samviskulausir hlutir eru ótrúlega algengir. Mig langar SIÐFERÐISVIÐMIÐANIR GETA LÍKA FARIÐ EFTIR SVO MÖRGUM MÆLISTIKUM - MENNINGARLEGUM, TRÚAR- LEGUM OG ÞESS HÁTTAR - EN EF GENGIÐ ER OF LANGT FINNA ALLAR HEILBRIGÐAR MANNESKJUR FYRIR ÞVÍ að taka það fram að aðeins lítill hluti auglýsinga sem er framleiddur er gerður af menntuðum hönnuðum. Það er nánast lenska að gera allt sjálfur. „Ég geri mínar auglýsing- ar sjáfur," er furðu algengur frasi. Mörg ómerkileg færi- bandaframleiðslufyrirtæki fyrir fjölmiðla eru í gangi. Mér finnst líka siðferðislöggur geta verið skeinuhætt fyrirbæri sem oftar en ekki fá á sig mynd púrítana. Siðferðisviðmið- anir geta líka farið eftir svo mörgum mælistikum - menn- ingarlegum, trúarlegum og þess háttar - en ef gengið er of langt finna allar heilbrigðar manneskjur fyrir því. Og þá er nú hægt að setja ýmislegt í gang - „boycotta", búa til satýr- ur og viðsnúning, o.þ.h. Þar gegnir menntun mikilvægu hlutverki og ef málin eru mjög alvarleg og grunur er um lögbrot þá á hreinlega að kæra! Nú hefur Kvenréttindafélag íslands einmitt kært Flug- leiðir fyrir að brjóta gegn 18. grein jafnréttislaga 96/2000 en þar segir: „Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt." Hvert er þitt álit á þessari kæru og þá um leið á auglýs- ingastefnu Flugleiða? Yfirleitt er ekki mikið að kvarta yfir auglýsingastefnu Flugleiða, þetta snýst fyrst og fremst um tæra náttúru hjá þeim en þeir féllu í skítapytt með auglýsingum á netinu sem virðast hafa verið gerðar í Bretlandi og hugsaðar fyrst og fremst fyrir breskan markað að þeirra sögn og vísa í það að Bretar hafi sérstaklega gaman að tvíræðum orðaleikj- um. Þetta er auðvitað hárrétt hjá þeim og það er bara ekk- ert athugavert við tvíræða orðaleiki ef ekki héngi lágkúra á endanum. Það er sem sagt lágkúran sem er aðfinnsluverð en ekki leikurinn, sem að sjálfsögðu þyrfti ekki að vera svo- leiðis til að ná til þeirra, nema að markhópurinn sé lágkúr- an í breskum lýð en því á ég bágt með að trúa. Þegar við kennum nemendum okkar markaðsfræði og auglýsingagerð þá er þeim kennt að mikilvægt sé að hanna fyrir kúnna kúnnanna en alls ekki fyrir kúnnann sjálfan. Það skyldi þó ekki vera í þessu tilfelli að markaðs- fólkið sem stóð að þessu sé svona lágkúrulegt sjálft. Að þetta hafi fallið í góðan jarðveg hjá þeim sjálfum í upphafi þegar þeir settu þetta af stað. Mig satt best að segja grun- ar að það sé þess vegna sem þeir fara í afneitun þegar þetta er borið á þá. Ég get ekki betur séð en að þeir sýni viðbrögð þeirra sem eru hræddir um að upp um þá komist. Undanfarin ár hefur þú verið að kenna kúrs um „við- snúning" í Listaháskólanum. Hverslags fyrirbæri er það og hverskonar grafískum hönnuðum skilar hann? Viðsnúningur er þýðing á „detourment" sem er hugtak mótað af „situationistum" í frönsku stúdentabyltingunni seint á sjöunda áratugnum þó fyrirbærið hafi örugglega verið til miklu lengur. Þetta fyrirbæri hefur svo verið býsna fjörlegt á síðasta áratug. Nemendur hafa legið í tímaritum eins og Adbursters og Sleeznation sem eru helguð þessu. Mjög margir halda að grafískir hönnuðir búi bara til aug- lýsingar fyrir vörur sem þú þarft ekkert sérstaklega á að halda en það er mikill misskilningur. Grafísk hönnun er sérfræðin um myndræna framsetningu þar sem texti og myndir hanga saman sem ein heild til þess að koma ein- hverjum boðskap eða efni á framfæri. Auðvitað geta þetta verið vörur en líka hugmyndir og hvers kyns ímyndarsmíði til dæmis fyrir stjórnmál og stjórnmálamenn. Við kennum fyrst og fremst aðferðafræði. Það er svo viðkomandi nem- anda í lófa lagið hvernig hann notar þessa þekkingu. Hann verður að eiga það við sína samvisku hvort hann fer að að nota hana til að auglýsa ömmusultur þótt hann viti að amma kom ekki nálægt gerð sultunnar - eða að að hjálpa Landsvirkjun til að búa til þá ímynd að þeir séu náttúru- verndarsinnar. Allavega er nemendum Ijóst sem ganga í gegnum þetta að þeir búa yfir umtalsverðu valdi til að móta hugsanir og samviska þeirra á að ráða hvernig farið er með það. Að lokum, skilgreinir þú þig sem femínista? Það get ég gert fyrir sjálfan mig en mér finnst betra að menn séu stimplaðir eftir verkum og gjörðum frekar en eigin yfirlýsingum. Mér finnst slagorðið „Sannir karlmenn eru femínistar" frábært. I því er falið hvorttveggja húmor og bit. X 14/3.tbl./2003 /vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.