Vera - 01.06.2003, Page 16

Vera - 01.06.2003, Page 16
GG BLOGG Að láta allt flakka gæti verið heitið á nýjasta fyrirbærinu í tölvuheimum. Það er í samræmi við þá tilhneigingu sem tæknin hefur komið nútímamanninum upp á, þ.e. að vera alltaf „í beinni útsendingu". Allt gerist samstundis, við hugsum, skrifum, ýtum á takka og um leið er það komið „í loftið", orðið opinbert og fyrir allra augum. Bloggið er einskonar dagbók á netinu þar sem fólk segir frá viðburðum dagsins, spreytir sig á því að vera skáldlegt, segir skoðanir sínar á mönnum og málefnum, setur veruleikann í skondnar skemmtisögur eða fær útrás fyrir reiði og pirring. 4» Ritnefnd VERU tók sig til og kannaði bloggheima, einnig var rætt við einn helsta sérfæðing okkar í dag- bókarskrifum og sjálfsævisögum. Er hægt að segja að með blogginu sé búið að opna dagbækur landsmanna upp á gátt og þær orðnar opinberar? Líklega ekki. Ein- hver mörk eru sett og flestir passa sig að fara ekki yfir þá þunnu línu sem liggur á milli innstu tilfinninganna og þeirra opinberu. Samkvæmt okkar athugunum fara konur oftar yfir línuna en líklega hafa flestir þó Þa reglu að halda einhverju fyrir sig, samanber setning- una frá vinsæla bloggaranum Betu rokk sem sagði a síðu sinni einn daginn: „mér finnst ég ekkert geta bloggað því eina sem mig langar að segja frá er leyndó..." 16/3. tbl./ 2003 /vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.