Vera - 01.06.2003, Side 18

Vera - 01.06.2003, Side 18
/ BLOGG BLOGG BLOGG... I ravings of a lunatic http://www.anna.is/weblog/ Ég verð 32 í ágúst. Ég hef ekki logið um aldur síðan ég varð tvítug og þurfti ekki að plata dyraverði til að hleypa mér inn á skemmtistaði. Mér var hinsvegar hent út af skemmti- stað með valdi 26 ára gamalli af því að ég hafði ekki skilríki. „Það er no fokking way að þú sért orðin tví- tug," sagði dyravörðurinn þegar hann hálf grýtti mér út. Ég var brjál- uð og vinir mínir stunned. Annars hefur aldur minn aldrei valdið mér hugarangri og oftast man ég ekki hvað ég er gömul. Ég lenti einu sinni í slembiúrtaki hjá Gallup og svaraði einhverjum asna- legum spurningum. í lokin spurði kon- an mig: „Hvað ertu gömul?" Nú voru góð ráð dýr. Ég hafði ekki hugmynd um það. Ég var ann- aðhvort 26 eða 27 og jafnvel 28. Ég hefði getað giskað en fannst það asnalegt ef hún vissi hvað ég væri gömul og væri að kanna hvort konur segðu satt um aldur sinn. Ég taldi mig hafa leyst málið þegar ég sagði: „Ég erfædd 71." „Og hvað ertu þá gömul" spurði helvítis konan. Ég fór að svitna og reyna að muna hvaða ár var.. og mundi það ekki. Enda hefði það ekki komið að neinu gagni. Ég kann ekki að reikna. Svo ég sagði við konuna: „Veistu það að ég bara kann ekki að reikna út hvað ég er gömul og ef ég á að vera hreinskilin við þig þá er ég bara búin að steingleyma því." Það kom löng þögn en svo sagði þessi ágæta kona hálf klökk: „Mikið rosa- lega ert þú heppin". Þar með var þessi könnun búin. Ég spurði Tóta þegar hann kom heim hvað ég væri gömul og hann sagði mér að ég væri 27.1 took his word for it. Ég er að Ijúga. Ég laug til um aldur þegar ég var 29 ára. Ég sleppti því að vera 29 og fór beint í 30. Var þrítug í tvö ár. Mér fannst það betra en að vera 29 ára í 5 -10 ár. Það er skrítið vegna þess að ég hef ekki heyrt um að konur séu 39 ára í svona mörg ár. Af hverju ætli það sé? Annars held ég að ég líti út fyrir að vera 31 að verða 32. Og finnst það ekkert verra. Næsti „flotti" aldur finnst mér vera 34.. og hef ekki hug- mynd um af hverju. skoðunum, eða var allavega jafn- ósátt og ég við að stjórnin skyldi ekki falla. Eina skiptið sem ég hef hætt að lesa blogg var þegar ég fór að skammast mín fyrir að lesa það. Ég hafði verið dagleg lesönd eins af frægustu bloggurunum en þegar ég áttaði mig á að ég las bloggið ein- göngu til að hneykslast þá sá ég mig um hönd. Mér fannst það vera of ÞAU BLOGG SEM MÉR ÞYKJA SKEMMTILEGUST ERU HJÁ ÞEIM BLOGGURUM SEM BLANDA SAMAN PERSÓNULEGUM UPPLIFUNUM SÍN- UM OG ÞJÓÐMÁLAUMRÆÐU lágkúrulegt að eltast við eitthvað sem greinilega fór svona mikið í taugarnar á mér. Svona svipað og gerast áskrifandi að Séð og heyrt og fnæsa svo yfir „Sjáið sætu brjóstin hennar“ - eins og ég hefði ekki mátt búast við að peningarnir mínir færu í að styrkja slíka lágkúru. Svo ég hætti og það var ótrúlegt hvað þetta tiltekna ég-les-þetta-sko-ekki-aftur blogg togaði í mig. Ég sá að ég var greinilega meiri fíkill í blogg en ég hafði áður áttað mig á. En ég stóðst freistinguna. Aðvera góðurpenni og hafa húmor Þrátt fyrir þaulsetur við annarra blogg hefur aldrei hvarflað að mér að blogga sjálf. Ég yrði örugglega of upptekin af því hve margar heim- sóknir bloggið mitt fengi og hvort ég þætti skemmtileg eða ekki. Auk þess held ég að ég myndi sleppa mér í persónulegum svívirðingum á fólk sem hefði elcki tækifæri til að svara fyrir sig og myndi í kjölfarið verða hrædd um að láta sjá mig úti á götu af ótta við að verða barin. Ég er heldur ekki ein þeirra sem skrifa á kommentakerfi blogga, vil frekar vera nafnlaus og andlitslaus lesönd en taka á mig sýnileika og skrifast á við bloggarana. Þegar ég les blogg fer ég oft að hugsa um hvort ég myndi segja eða gera þetta sem bloggarinn sagðist hafa sagt eða gert í einhverjum að- stæðum. Ég er þó ekki svo upptekin af því að máta mig við veruleika annarra að ég taki eitthvert þeirra aragrúa sjálfsprófa sem fólk virðist sjá sig knúið til að birta á bloggunt sínum, þau finnast mér upp til hópa leiðinleg afþreying. Þau blogg sem mér þykja skemmtilegust eru hjá þeim bloggurum sem blanda saman persónulegum upplifunum sínum og þjóðmálaumræðu. Mest um vert þykir mér þó að fólk hafí mikinn og vandaðan húmor og sé það sem kallað er „góður penni“. Stundum, eða bara oftast, les ég bara mér til dægrastyttingar og til að hlæja að frumlegu orðalagi. Eða kannski hef ég bara svona mikla þörf fyrir að gleyma eigin til- veru og ætti bara að setjast við sjón- varpið og byrja að fylgjast með Leiðarljósi og Eastenders? RIS OG HNIG BLOGGARANNA Það hefur verið áhugavert að fylgjast með risi og hnigi sumra blogga. Stundum setur bloggari sér það takmark að skrifa eina færslu á dag, aðrir virðast þurfa að skrifa allt sem þeim dettur í hug um leið og þeim dettur það í hug. Sumir byrja með hástemmdum yfirlýsingum og lýsa vandlega hversvegna bloggferill þeirra sé að hefjast, aðrir byrja bara að tala um það sem er að gerast hverju sinni. Merkilegast er þó þegar fólk hættir að blogga. Sumir hætta með miklum látum, bölva öllu og öllum, aðrir bara einhvernvegin deyja út, einn daginn vantar færslu og svo eftir margra vikna árangurslausa leit er viðkomandi fjarlægður úr 'uppáhalds'. Svo taka sumir sig til og rísa upp aftur! 18/3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.