Vera - 01.06.2003, Qupperneq 23
:-# :-\ :-]
nokkuð er um FEMÍNISTAHATUR („HAHA beat that
FOKKING FEMÍNISTAR") en um leið hafa margir
bloggarar tekið upp hanskann fyrir femínisma.
töluvert er um femínísk ungmenni að blogga
það voru víst nokkuð margirsem fengu
sér að ríða. Og eitthvað kelerí og koss-
sri líka.. mmmm ég öfunda þau svo
mikið, Nei. Ég hef einhvern veginn
aldrei fílað svona riðinga ferðir... allir
fara með því hugarfari að fá sér eitt-
hvað í klobbann"
Pælingar á bloggsíðum
Sennilega er áhugaverðast þegar
hægt er að sjá heiminn með gagn-
týnum augum unglinga. Meðan stríð-
ið í (rak stóð yfir voru bloggheimar
vettvangur afar hreinskiptinna um-
ræðna og voru unglingar þar engin
undantekning. Mikið var skrifað um
Bush forseta, til dæmis í tengslum við
misfellur í framkvæmd forsetakjörs-
ins og tilgang hans með stríðinu í
írak. Flestir bloggarar höfðu ein-
hverja skoðun á málinu. Það sama
Qildir um Femínistafélag íslands,
töluvert er rætt um félagið og eru á-
kaflega skiptar skoðanir um félagið. Á
bloggsíðum enduróma gagnrýnis-
raddir undangenginna áratuga, til
dæmis að femínistar séu nú bara bitr-
ah Ijótar, ófullnægðar, karlmanns-
lausar mussujussur sem ekki sé mark
á takandi. Nokkuð er um femínista-
hatur („haha beat that fokking
femínistar") en um leið hafa margir
bloggarar tekið upp hanskann fyrir
feminisma. Töluvert er um femínísk
ungmenni að blogga. Flér er hluti af
stefnuyfirlýsingu einnar slíkrar síðu:
„Að vera dama er ekki að vera sífellt
skúrandi gólfin á háhæluðum skóm
með varalit. Að vera dama er djöfulli
töff og kúl. Að vera dama er að vera
meðvituð um kvenleikann en láta
hann ekki yfirbuga sig... Dama lætur
ekki kúga sig. Dama lætur ekki kúka á
sig. Það er bara ógeðslegt"
Alltént er Ijóst að flestir unglinga-
bloggarar eru hugsandi fólk. Flóra
pólitískra skoðana er mjög fjölbreytt
og gaman er að kraftinum, þau virð-
ast hafa heljarinnar tíma til að blogga
af magninu að dæma. Skemmtileg-
ustu bloggin þykja mér þau sem eru
uppfull af pælingum bloggarans.
Bloggið er ágætis tækifæri til að viðra
skoðanir sínar og er alltaf möguleiki á
að bloggarinn fái lesendur til að velta
hlutunum fyrir sér. Oft má finna góða
speki á bloggsíðum, eins og þessa
hér: „Gamlir sénsar eru eins og gos-
laust kók. Það er ekki eins og það var."
Sérstaða bloggsins
Bloggarar taka þátt í að skrifa söguna,
ef ekki er bloggað um eitthvað þá
skiptir það ekki máli. Það eru því tölu-
verð forréttindi að hafa tök á að
blogga og geta tekið þátt í að móta
hugmyndir um sögu og samfélag.
Það sem heillar mig mest við þennan
miðil er hið algera frelsi bloggara.
Þau geta skrifað um hvað sem er og
hvernig sem er. Það að vita heldur
ekki hvort einhver sé að lesa skapar
líka sérstakt andrúmsloft til skrifta og
blogg þar sem bloggarinn virðist ein-
göngu skrifa fyrir sjálfan sig eru sér-
lega áhugaverð. Blogg er ekki rit-
skoðað, engir auglýsendur eru til að
fetta fingur í skrifin og engu skiptir
hvort bloggið sé markaðsvænt. Þó
engin sála nenni að lesa er samt hald-
ið áfram að blogga. Bloggið er líklega
eins hrátt og miðill getur orðið, með
öllum sínum ærumeiðingum, staf-
setningarvillum og vangaveltum.
Konan sem kyndir ofninn
sinn
http://www.nannar. blogspot.com/
14.6.03 Klukkan 13:06 dæsti
Nanna
Á grill/karókíkvöldi Fróða í fyrra var
ég ein með tvö grill að grilla ofan í
mannskapinn. Núna var grillið bara
eitt og þrír karlmenn sem mönnuðu
það. Annars var þetta ágætt kvöld,
þar sem ég gat leitt karókíið hjá mér
að mestu og sat í staðinn og ræddi
ítalska og króatíska matargerð.
Svo enduðum við náttúrlega á
Vínbarnum og sátum þar drjúga
stund. Ég rölti svo heim og þegar ég
gekk upp Skólavörðustíginn vatt sér
að méransi krúttlegurfranskurferða-
maður og gerði ítrekaðar tilraunir til
að draga mig í partí, sem mér skildist
að ætti að halda á hótelherbergi hans
og vera tveggja manna. Hann var svo
undrandi á að ég afþakkaði að hann
þráspurði mig hvort ég væri kannski
lesbía og virtist ekki alminlega trúa
þegar ég neitaði. Mér skildist á hon-
um að það bara hlyti að vera fyrst ég
væri ekki tilkippileg við hann. Kannski
hefur hann séð auglýsingar frá Flug-
leiðum.
Þetta var krúttlegur náungi eins
og ég sagði. En hann var minni en
ég og það bara er ekki að virka.
Gekk kannski hjá Tom og Nicole um
tíma en höfðar ekki til mín.
Dömustaðir - dömulegri en
dauðinn
http://www.domustadir.tk/
Tuesday, June 03, 2003
Ég er að fara í atvinnuviðtal á morg-
un. Hjá fasteignasölu. Ég. Fasteign.
Heldég þurfi að æla úr stressi.
Hahahahahahaha (geðsjúkur hlát-
ur)! Hvað á dama að segja í svona
viðtölum? Á ég að vera í dragt? Eða
ballkjól? Hvurjir eru helstu tísku-
straumar hjá fasteingasölum í dag?
Jesús þetta er eitthvað svo grown-
up! Ekki það að ég sé einhver úllíng-
ur, hödla þetta alveg sko, það er
bara það að EF ég fæ þessa vinnu þá
verð ég geðveikt rík. Múltímilli al-
veg. Og það er eitthvað sem ég
kann ekki, að eiga pjénínga. Æji
fokkitt, kaupi mér fullt af skóm og
býð öllum vinum mínum á fyllerjí.
Kókó.
vera / 3. tbl. / 2003 23