Vera - 01.06.2003, Síða 30

Vera - 01.06.2003, Síða 30
/SUNDKONUR Alltaf sumar í sundi »SUMARIÐ blæs mörgum kapp í kinn, þessi stutti tími birtu og hlýinda sem þarf að nota vel til að vega móti meirihluta árs. í stað úlpu og trefils koma stuttbuxur, sandalar og sundföt fyrir garða, svalir og sundlaugar. Þær fyllast einkum yfir sumarmánuðina og líkjast síldartorfum þegar skærast skín. Annars eru fjölmargir sem fara í sundlaugar allan ársins hring og geta ekki án þess ver- ið. „Það er líka alltaf sumar í sundi," segir ein viðmælenda VERU. Fólk sækir þangað heilsubót og hressingu, skemmtun, félagsskap eða frið. Einfalda og ódýra endurnýjun líkama og sálar. 'i' Þórunn Þórsdóttir Sund er eldgömul íþrótt og með elstu heimildum eru hell- ismyndir af sundfólki frá 4. öld f.Kr. í eyðimörkum Líbýu. Það hefur kannski kafað eftir skeljum í Miðjarðarhafið og sundið liður í lífsafkomu. Snemma varð það hluti menn- ingar og mannræktar, um það vitna fornar steinmyndir frá Assyríu og Babýloníu sem sumar sýna sund með flotbelgj- um. Við menntasetur Forn-Grikkja voru laugar og sjálfsagt talið að kunna skil á sundi og lestri. Grikkir og Rómverjar nýttu sundmenn í hernaði en almennt var sund ástundað til eflingar líkamans. Á miðöldum var slíkt líkamlegt athæfi tor- tryggt af kirkjunni og helst að yfirstétt kæmist upp með busl á baðstöðum sem einkenndust af munaði og nautnum. Á íslandi þekkist sund frá upphafi byggðar og gamlar laugar vitna um baðsiði, hreinlæti og heilsurækt. Ýmis sundafrek eru rakin í fornritum, Helgusund til dæmis í Harðarsögu Kolgrímssonar, með barnungan son úr Geirs- hólma að landi í Hvalfirði. Sama gildir svo um miðaldir og víðar, landsmenn virðast hafa glutrað niður sundkunnáttu 30 / 3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.