Vera - 01.06.2003, Page 34
Kvenlegir eiginleikar
fara stjórnanda vel
»Hulda Dóra Styrmisdóttir er framkvæmdastjóri markaðs- og kynning-
armála og greiningar hjá íslandsbanka og á sæti í framkvæmdastjórn
bankans. Þar er hún eina konan í hópi 12 karla. Framkvæmdastjórnin,
sem er æðsta stjórn bankans, hittist vikulega og ber ábyrgð á almennu
starfi í bankanum en þar vinna á níunda hundrað manns í 30 útibúum
og afgreiðslustöðum. VERA ræddi við Huldu Dóru um starf hennar og
hvernig það er að vera kona í ábyrgðarmiklu stjórnunarstarfi í banka-
stofnun.
Elísabet Þorgeirsdóttir
'l'
Hulda Dóra lærði hagfræði í Bandaríkjunum og fór
seinna í MBA nám í Frakklandi. Hún vann hjá Verð-
bréfamarkaði Iðnaðarbankans eftir námið í Bandaríkj-
unum og gerðist síðan fréttamaður á Stöð tvö. Að MBA
náminu loknu varð hún starfsmannastjóri á Hótel Sögu
og vann síðan hjá litlu markaðsráðgjafarfyrirtæki þar til
hún réðst til Fjárfestingabanka atvinnulífsins árið 1998.
„Ég var fyrst forstöðumaður markaðsþjónustu FBA
en ári seinna gerðist ég jafnframt aðstoðarmaður for-
stjóra og gegndi því starfi í gegnum sameiningarferlið
við fslandsbanka. Ég átti sæti í fjögurra manna samein-
ingarnefnd sem stýrði málum í gegnum sameiningu
bankanna. Það var áhugavert og lærdómsríkt starf en
þar var ég líka eina konan. Mér var svo boðið að verða
framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarmála bank-
ans í júní 2001, nákvæmlega viku eftir að ég eignaðist
þriðja drenginn minn,“ segir Hulda Dóra og bætir við
að það þyki henni sýna að yfirmenn bankans líti á verk
fólks en ekki aðstæður þess þegar ákvarðanir eru teknar
um ráðningar.
Af heildarfjölda starfsmanna fslandsbanka cru konur
71%, eins og í flestum öðrum bönkum. Karlmenn eru
34/3. tbl. / 2003/ vera