Vera - 01.06.2003, Page 43

Vera - 01.06.2003, Page 43
MlKlLVÆGUSTU BREYTINGARNAR VORU EKKI SÍST ÞESSI FRÆ SEM VAR SÁÐ OG HAFA VALDIÐ HUGARFARS- BYLTINGU OG ÉG ER VISS UM AÐ HLUTI AF ÞEIM FRÆJUM ER AÐ SPRETTA NÚNA í FEMÍNISTAFÉLAGINU, í UNGU KONUNUM SEM HLUSTUÐU Á SÍNUM TÍMA, A.M.K. MEÐ ÖÐRU EYRANU okkur og ýmist hrósaði okkur eða gagnrýndi. Þær gagn- rýndu okkur mjög blíðlega en íyrst og fremst stóðu þær með okkur og mynduðu bakhópa. Við vorum í sömu nreyfmgu og engin okkar hefði getað þetta upp á eigin spýtur." Síðan tók við baráttan að halda þingsætunum og út- breiða boðskapinn. Á tveggja ára fresti var farið af stað vegna þess að ýmist voru borgarstjórnarkosningar eða alþingiskosningar í nánd. Og alltaf hentu konurnar öllu frá sér og fóru á kaf í kosningabaráttuna. „Ég hef oft verið að hugsa um þetta síðan,“ segir Guðrún. „Allar þessar góðu og duglegu konur, hvað þær hafa gengið í gegnum. Þessar konur sem voru með fjölskyldur sem þær þurftu að hugsa um þó að enginn hefði tíma til að tala um það. Sem dæmi rná nefna að einhverju sinni þegar var verið að tala um hver ætti að baka kökuna eða halda ræðuna segir ein konan: „Nei, ég get það ekki; ég er að ferma.“ Þá sögðu hinar: „Ferma? Áttu börn?“ Það hafði aldrei verið tími til þess að tala um það. Við vorum alltaf á kafi í öðru." Guðrún segir að eitt af því alskemmtilegasta við stjórnmálastarfið hafi verið að heimsækja vinnustaði um allt land sem þær Kvennalistakonur gerðu reglulega á hverju ári. Sumarið eftir fýrsta veturinn á þingi tóku Kvennalistakonur rútu á leigu og keyrðu hringinn í kringum landið. „Við skreyttum rútuna nteð magabelt- um og risastórum brjóstahöldurum og myndum af barnavögnum og börnum og snuðum og bleyjum. Þetta var ein skemmtilegasta revía sem ég hef upplifað. Það var stanslaust gaman allan tímann,“ segir Guðrún og hlær. „Það var svo mikil einlægni og logandi trú á hug- sjónina. Trúin á að maður væri að fylgja réttum málstað sem tók okkur allar í kröftugri bylgju. Enda sögðu við okkur gamlir menn sem við hittum í ferðinni: „Þetta minnir nú bara helst á Ungmennafélagshreyfinguna!“ Árið 1987 vann Kvennalistinn stórsigur í alþingiskosn- ingum og farið var í stjórnarmyndunarviðræður. „Við vorum logandi hræddar um að glutra niður málstaðnum og grunaði að það ætti bara að gefa okkur skiptimynt fyrir hugsjónirnar. Við óttuðumst að selja hugsjónirnar fyrir einhver sæti þar sem okkur yrði skák- að til og frá og vorum mjög hræddar um okkar hag. Því mættu 50-60 konur á hverjum einasta eftirmiðdegi, ég veit ekki hvað þær gerðu við börnin, hvernig þær fengu W li' ÉfiViiÍ P /TjJL* sig lausar úr vinnunni og hvað þær gerðu við heimilin. En þær mættu niður á Hótel Vík og þær hlustuðu á okk- ur segja frá hvað hefði farið fram í stjórnarmyndunar- viðræðum um daginn og það lak ekki út eitt einasta orð,“ segir Guðrún með áherslu. „Þeir skildu það ekki stjórnmálaforingjarnir, vegna þess að þeir máttu ekki snúa sér við þá voru þeir komnir með rýting í bakið, frá nánustu samstarfsmönnum, og jafnvel í sjónvarpinu! En það var svona. Konurnar komu og tóku þátt í um- ræðum og þær töluðu ekki einu sinni uppúr svefni.“ Fyrir hvað var Kvennalistinn einkum gagnrýndur á þessum árum? „Við fengum gagnrýni fyrir alla skapaða hluti. Fyrst var náttúrlega sagt: „Afliverju komið þið ekki í okkar flokk? Við erum með þetta allt á stefnuskránni.“ Svo var auðvitað hlegið að okkur og það var reynt að þegja okk- ur í hel. Það voru notuð öll þessi gamalkunnu ráð en þau bara dugðu ekkert. Kvennaframboðið var hugsað sem „aktion“. Þetta var mótmælaaðgerð. Það grunaði engan að Kvennalistinn yrði svo inn á þingi í sextán ár. Við lifðum áfram þar til konurnar ákváðu sjálfar að hverfa, sumar inn í aðra flokka, aðrar til annarra starfa. Sumarið 1983 tók Guð- rún þátt í norrænni friðargöngu sem tók þrjár vikur en gengið var frá New York til Washington. Á mynd- inni heldur hún á fána göngunnar, klædd sér- saumuðum, bláum blómakjól með friðar- dúfum. En þátttaka Kvennalistans í stjórnmálum leiddi til þess að lconum hefur fjölgað á Alþingi, þangað til núna. Nú kom bakslag.“ Finnst þér þetta ekki vera mótsögn? Uni leið og vera / 3. tbl. / 2003 / 43

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.