Vera - 01.06.2003, Side 46

Vera - 01.06.2003, Side 46
Með ömmubarni sínu Guðrúnu Diljá Agnars- dóttur. Guðrún litla fór með ömmu sinni á mót- mælafund á Austurvelli í vetur og hlustaði lengi þegjandi á fólkið hrópa: „Þjóðarat- kvæði." Þegar amma hennar spurði hana á heimleiðinni hvað fólk- ið hefði verið að hrópa sagði barnið: „Góða happadís" - sem gæti hafa átt að þýða Harpa Dís en það er vinkona hennar á leikskólanum. upp á fundum þá lendir maður í einhverju.“ Heilbrigðishópurinn hefur að sögn Guðrúnar verið að hittast og ræða hvaða mál er brýnast að taka fyrir. „Þar hafa verið áhugakonur um meðgöngu og fæð- ingar sem hafa mikinn á hug á að bæta það ferli svo að konur fái betri þjónustu og fleiri valkosti. Við viljum líka fjalla um konur á öllum aldursskeiðum vegna þess að hvert aldursskeið hefur sinn heilbrigðisvanda. Þá erum við að tala um ungar stúlkur, við erum að tala um ofbeldi gegn konum á öllum aldri, þennan þrýsting á ungu stúlkurnar, við erum að tala um meðgönguna, fæðinguna, stuðninginn. Breytingaskeiðið, eldri konur, vinnuaðstæður kvenna og hvaða heilbrigðisáhrif þær hafa. Lífsstíl kvenna, t.d. reykingar. Við ætlum að taka þetta heildrænt og líka hvaða upplýsingar standa kon- um til boða. Það er mikill áhugi í hópnum og jákvæðar undirtektir. í sumar ætlum við að fara á fundi með ýms- um ráðamönnum og rabba um þessi mál og halda síðan ráðstefnu í haust.“ Heldurðu að Femínistafélagið spegli Þriðju bylgju femínismans, sem svo mikið hefur verið talað um? Og hvernig tengist það tímabilinu sem þú kannt svo góð skil á? „Já, ég er sannfærð um það. Ég er líka sannfærð um að Kvennalistinn hafði mjög mikil áhrif. Ekki bara í gegnum þau þingmál sem við fluttum og hafa valdið breytingum í samfélaginu. Mikilvægustu breytingarnar voru ekki síst þessi fræ sem var sáð og hafa valdið hug- arfarsbyltingu og ég er viss um að hluti af þeim fræjum er að spretta núna í Femínistafélaginu, í ungu konunum sem hlustuðu á sínum tíma a.m.k. með öðru eyranu. Þær sem þekktu mömmur eða frænkur eða einhverjar konur sem aðhylltust femínisma og voru vaktar til vit- undar urn réttláta stöðu sína í samfélaginu en eru núna að komast til vits og ára til þess að seilast eftir sínu plássi í sólskininu. Þó að ég sé ekki að eigna Kvennalistanum það þá er ég samt viss urn að hluti af áhrifum Kvennalistans er að koma fram núna í þessum kraftmiklu ungu konum. Gaman líka að sjá marga þessa karla, hvað þeir eru já- kvæðir og vel með á nótunum. Þeir eru svo viljugir í því að taka þátt án þess að aðgreina sig. Mér finnst heillandi að vera með í þessu. Ég hef þó aldrei nægan tíma fyrir allt sem ég vil gera og ég vildi vera öflugri. En mér finnst líka mikilvægt að vera þarna til þess að sýna ákveðið samhengi. Þó að það sé ekki nema til að vera hlekkur í keðju. Ég er viss um að þetta verður mjög sterk bylgja.“ Meðfram sterkri bylgju er líka mikið bakslag og sterkur andfemínismi í samfélaginu. Finnst þér það ekki áberandi núna líka? „Á vatnaskilum verður svo gríðarleg ólga og hreyfmg þar sem mætast ólíkir straumar og kannski vegna þess að bylgjan er að rísa kemur þetta andóf en þar er líka mikill sköpunarkraftur. Það sem ég hef hins vegar aldrei getað skilið er af hverju menn berjast gegn svona rétt- látri hreyfingu eins og femínisma. Ástæðan hlýtur að vera sú að það hefur einhver hag af því að halda konum á ákveðnum stöðum, innan ákveðinna markalína. Hvort sem þær ganga með blæjur yfir höfðinu eða eru „á bakvið“ eldavélina. Eins og skólabróðir minn hag- fræðingurinn sagði: „Ef öll vinna kvenna væri reiknuð inn í þjóðhagsreikningana þá litu þeir allt öðruvísi út. Það er gríðarlega mikil vinna sem er án endurgjalds 1 launasamfélagi okkar, sem aldrei er reiknað með, og i raun hefur það ekkert breyst. Ekkert kemur að sjálfu sér Verðurðu ekkert svartsýn þegar þú skynjar að sagan endurtekur sig að þessu leyti? Nei, það verður hvert tré að berjast fyrir því að kom- ast upp úr jörðinni. Þau gera það alltaf, en það skiptir náttúrlega máli hvort þau vaxa á ísöld eða á einhvers konar hlýviðrisskeiði. Það skiplir máli að skapa hlýindi til þess að tréð nái góðum vexti og fullum blóma. Til þess er þessi pólitíska barátta, til þess að sleapa betri að- stæður. En ég held við þurfum alltaf að berjast. Það kemur ekkert að sjálfu sér. Það er ekki hægt að taka það frá þér að þurfa að berjast fyrir þínu Iífi, fyrir þínu svig- rúmi, fyrir þinni tilveru og þínum femínisma. Þegar við í Kvennalistanum vorum að tala fyrir hönd allra kvenna, þá meintum við ekki að allar konur væru ems og vildu endilega það sama. En við vorum að berjast fyrir hlýrra loftslagi þannig að hver kona og þess vegna hver einstaklingur gæti notið sín á eigin forsendum." ** 46 / 3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.