Vera - 01.06.2003, Page 48
/ IÞROTTAKONAN
Svava kappaksturskona
Auður Aðalsteinsdóttir Kappakstur og skyldar greinar virðast oft vera algjört karlasport
og það eru ekki margar konur sem stunda akstursíþróttir hér á
landi. Þær sem það gera hafa hins vegar náð góðum árangri.
Svava Halldórsdóttir varð í fyrra bikarmeistari í gokart en þá
bíla þekkja margir sem leiktæki. Svava fullvissar þó blaðamann
VERU um að um alvöru íþrótt sé að ræða sem krefjist mikillar
tækni, líkamsstyrks og andlegrar einbeitni.
4»
Gokart er talin vera ein erfiðasta bílaíþróttin, oft byrjar fólk
þar og færir sig svo upp í stærri bíla. Til samanburðar má
geta þess að einn algengasti sportbíll á íslandi er Subaru
Impresa sem er um það bil 220 hestöfl og 1300 kíló. Þetta
þýðir að eitt hestafl togar um sex kíló. Gokartbíll er 80 kíló
og 30 hestöfl sem þýðir að hvert hestafl togar 2,6 kíló. Út-
koman er sprengja, segir Garðar Gunnarsson, forseti LÍA-
Hann segir jafnframt að konumar í gokartinu hafi sýnt
fram á að engin þörf sé á kvennaflokkum i mótorsporti,
konurnar eru tilbúnar að sigra og gera það um leið og fæn
gefst.
48/3. tbl, / 2003 / vera