Vera - 01.06.2003, Page 50

Vera - 01.06.2003, Page 50
/ BRJÓSTAGJÖF OG BRJÓSTFEÐUR Rætt við Jónínu Einarsdóttur mannfræðing og Geir Gunnlaugsson barnalækni „Um nóttina vill Þorgils vaka yfir sveininum» ok kvaðst eigi sjá, at hann mætti álengdar lifa, - „ok þykkir mér þat allmikit, ef ek má eigi honum hjálpa. Skal þat nú fyrst taka bragða at skera af mér geirvörtuna." Ok sva var gert, fór fyrst ór blóð, síðan blanda, ok lét eigi fyrr af en ór fór mjólk, ok þar fæddis^ sveinninn upp við þat." (úr Flóamannasög^ Brjóstagjöf og brjóstfeður Arnar Gíslason »0ft hættir okkur til að leggja afrakstur þróunar líkamans að jöfnu við líffræðileg örlög okkar. Fyrir flestum eru það aðeins konur sem geta framleitt brjóstamjólk og fætt börn sín á henni. En eru þetta líffræðileg örlög, eða er mögulegt að karlar geti líka gengið í þetta hlutverk? VERA leitaði á náðir hjónanna Jónínu Einarsdóttur og Geirs Gunnlaugs- sonar og fékk kaffi- og fróðleiksþorsta sínum svalað. Jónína er mannfræðingur í Reykja- víkurAkademíunni og starfar þessa dagana við rannsóknir á fyrirburum og Geir er barna- læknir sem starfar sem yfirlæknir á Miðstöð heilsuverndar barna. Þau dvöldu um átta ára skeið í Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku við kennslu, rannsóknir og læknisstörf. Þau hafa m.a. rannsakað brjóstagjöf og hugmyndir um hana meðal gíneanskra kvenna. 4» Er farsælla að nýburar fái brjóst fremur en aðra fæðu? Geir: Brjóstamjólk hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfi barnsins en ennþá er umdeilt, þegar litið er til lengri tíma, hvort brjóstagjöf veiti einnig vörn gegn ofnæmis- sjúkdómum eins og exemi og astma. Sumir vísinda- menn telja sig sjá merki um jákvæð áhrif brjóstagjafar á greind og rætt hefur verið um aukningu upp á nokkur greindarvísitölustig. Nú er einnig nokkuð um rann- sóknir á tengslum brjóstagjafar og sjúkdóma, eins og heilaæxlis, sykursýki, offitu og krabbameins. Talið er að brjóstagjöf leggi ákveðinn grunn að vörn gegn þeim. En um þetta er þó deilt enda flókin fyrirbæri. Hversu algengt er að mæður hafi börn á brjósti hér á íslandi? Geir: Fyrir aldaríjórðungi höfðu um 10% mæðra börn sín á brjósti lengur en þrjá mánuði en nú gera milli 70- 80% mæðra það, sem er tiltölulega hátt miðað við flest önnur Evrópulönd. Þegar ekki er gefið brjóst er ástæð- an sjaldnast sú að konur vilji það ekki því flestar hafa reynt. Hlutirnir hafa breyst mikið frá 1960 þegar vís- indamenn töldu sig hafa fundið hina endanlegu lausn á brjóstagjöf í gegnum „formula“, þurrmjólkurblönduna sem átti að sýna fram á sigur vísindanna yfir náttúrunni. Jónína: Brjóstagjöf hefur líka verið sett út í kuldann af öðrum ástæðum. 1 sumum samfélögum er talið að best sé fyrir börn að nærast á öðru fyrst, t.d. kúamjólkuraf- urðum, áður en farið er á brjóst móður. Börn á íslandi voru t.d. almennt ekki á brjósti á átjándu öld. Hvernig er þessu háttað þar sem þið dvölduð við rannsóknir í Gíneu-Bissá? Jónína: í Gíneu-Bissá heyrir það til algerra undantekn- inga að mæður hafi ekki börn sín á brjósti. I Biombosýslu, þar sem við bjuggum í tæp fimm ár, voru 98% barna enn á brjósti við eins árs aldur. Þar eru börn- in stöðugt á brjósti, þau fylgja mæðrum sínum og sofa hjá þeim og fá brjóst hvenær sem þau vilja, dag sem nótt. Geir: Ef mæður þar eru spurðar hversu oft börnin fái 50/3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.