Vera - 01.06.2003, Qupperneq 56

Vera - 01.06.2003, Qupperneq 56
/ FRÁ FEMÍNISTAFÉLAGI ÍSLANDS f.h. Staðalímyndahóps Auður Magndís Leiknisdóttir \ Manneskja, ekki markaðsvara »Dægurmenning, tíska og auglýsingar hafa gífurleg áhrif á okkur, mis- mikil reyndar en þegar grannt er skoðað hafa flestar konur keypt sér undra yngingarkrem, púðabrjóstahaldara eða krullugel. En fyrir utan það sem við eyðum peningum í eru það áhyggjurnar ódauðlegu af útlitinu sem eru ansi erfiðar viðureignar og almennari en óhófleg eyðsla í fegrunarlyf. Hvað veldur? Eigum við að standa aðgerðalausar hjá meðan líkamar okkar eru seldir á markaðstorgi dægurmenningarinnar og gerðar eru svo ómann- eskjulegar kröfur um útlit kvenna að við erum með stöðugar áhyggjur, í endalausum megrunarkúrum, förum í uppskurði til að breyta útliti okkar og jafnvel sveltum okkur til dauða? + Þessa firru vill staðalímyndahópur Femínistafélags (slands uppræta. Okkur finnst nóg komið af sölumennskunni. Við viljum ekki að markaðurinn segi okkur hvað er fallegt og hvernig við eigum að vera. Við viljum frelsi, frelsi kvenna til að ráða sjálfar líkama sínum og eiga hann sjálfar, frelsi til þess að vera kynverur á okkar eigin forsendum, ekki á for- sendum markaðarins eða kynlífsiðnaðarins, frelsi til að vera feitar, mjóar, málaðar, ómálaðar, með stór eða lítil FEGURÐARSAMKEPPNIR HLUTGERA KONUR, GERA ÞÆR AÐ SÝNINGARGRIPUM, ÞÆR BÓKSTAFLEGA GANGA VÖRUMERKJUM Á HÖND OG VERÐA ÞANNIG T.D. OROBLU STÚLKAN OG MAYBELLINE ANDLITIÐ brjóst, rakaðar eða órakaðar, frelsi til að velja og hafna því hvort við sjáum allsbera, lystarstolslega og barnunga kvenlíkama seljandi bíla og jafnvel í kynlífsathöfnum. Slagorð Rauðsokkanna; „Manneskja, ekki markaðsvara" á fyllilega við í dag. Fegurðarsamkeppnum mótmælt Það sem við höfum einbeitt okkur að nú á þessu femínista- vori eru fegurðarsamkeppnirnar. Að okkar mati standa þær fyrir allt það sem við viljum berjast gegn. (fyrsta lagi endurspegla þær þá út- litslegu staðalímynd af konum sem haldið er kröftulega á lofti í samfé- laginu, þar sem beinlínis er keppt í því hver kemst næst þessari tilbúnu ímynd. Að auki þurfa þær svo helst að vera menntaðar og góðhjart- aðar, þar sem einnig er dæmt eftir „innri fegurð". I öðru lagi hlutgera feg- urðarsamkeppnir konur, gera þær að sýningargripum, þær bókstaflega ganga vörumerkjum á hönd og verða þannig t.d. Oroblu stúlkan og Maybelline andlitið. Þær eru seldar á sviðinu og eiga allt sitt undir huglægu mati fólks sem situr í dómnefnd og er því líklega talið hafa meira vit á því hvað er fallegt en aðrir. Engin svarar því eftir hverju er dæmt né hvaða sérþekkingu dómararnir hafa á málinu. Að lokum endurspegla svo fegurðarsamkeppnir hin stöðl- uðu kynhlutverk þar sem helsta hlutverk konunnar er að vera falleg og meðfærileg. f raun má segja að fegurðar- samkeppni kvenna væri sambærileg við fyrirvinnusam- keppni karla hvað hefðbundin kynhlutverk varða. Keppnin Ungfrú ísland.is var haldin skömmu eftir stofnun Femínistafélagsins og það var því okkar fyrsta verk að mótmæla þeirri keppni. Útbúinn var bæklingur VIROULEGUR ahugamál FÓLKSFUNDUR|Œu"“' KVENWARfKTAR- Z'ZjÍmSSSí ElNAR 06 HÍÖRTUR EINRft OG ALLIR Á VEIÐAR HJÖRTUR G*saveitSar velja Sjánir HíraveiiJar t',1 aí spard! Músavíiðar ‘---------- STÚLKUVEIDAR 56/3. tbl./2003 /vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.