Vera - 01.06.2003, Side 58

Vera - 01.06.2003, Side 58
/ FRÁ FEMÍNISTAFÉLAGI ÍSLANDS Yfirlýsing flutt í byrjun borgarstjórnarfundarins: Viö höfum valiö þennan fund borgarstjórnar til þess aö mót- mæla þeirri kvenimynd. sem haldiö hefur veriö óvenju sterkt aö okkur konum siöustu vikur í tilefni nýafstaöinnar fegurðar- samkeppni. Ástæöan fyrir þvi að við veljum fund borgarstjórn- ar sem vettvang mótmæla okkar, er forganga borgarstjóra viö aö viöhalda áöurnefndri imynd og ummæli hans viö krýningu feguröardrottningar nýlega. Viö þaö tækifæri geröist hann opinber fulltrúi karlrembunnar og sýndi sinn innri mann meö því aö reyna aö vera fyndinn á kostnaö kvenna. Við munum þvi hér á fundínum reyna aö hegöa okkur í sam- ræmi viö boðskap þessarar ímyndar til þess aö mótmæla henni og sýna fram á fáránleik hennar. Þessi ímynd karlveldis- ins er í stuttu máli, aó gildi kvenna felist i snotru andliti, grönnu mitti, róttu ummáli brjósta og mjaöma. Þessum þáttum kvenímyndarinnar getum viö ekki tryggt aö víö komum til skila. Móöir náttúra á þar hlut aö máli. Hinum þáttum kvenimyndar- innar, þ.e. skoöanaleysinu, viröingu fyrir valdinu og aö vera meðfærilegar ráöum viö hins vegar skár viö. Til þess aö þaö megi þó gerast. veröur nokkur misbrestur á málefnalegri af- stööu okkar á fundinum. Sanni eitthvaö mikilvægi kvenfrelsisbaráttu, er þaö sú staö- reynd aö þrátt fyrir sivaxandi þátttöku kvenna í alls konar störf- um og í stjórnmálum, reyna karlar ennþá að halda á lofti þess- ari fölsku imynd. Þrátt fyrir Kvennaframboð og Kvennalistaog fjölda kvennahreyfinga, sem hafa sannaö fylgí fólks viö breytta og raunsannari ímynd kvenna, er karlveldið samt viö sig og þar skipar borgarstjóri sjálfan sig í forystusveit. Þaö er sorglegt aö horfa á unga menn i geirfuglshlutverki. mótmælunum og til þess fallin að vekja almenning til um- hugsunar um fáránleika fegurðarsamkeppna. Þótt ráð- herra nokkur hafi afþakkað bæklinginn, með þeim orðum að kosningarnar væru búnar, sátu flestir aðrir gestir beggja kepþnanna með bleikan upplýsingabækling frá Femínistafélagi íslands í hönd og mörg hafa séð sýning- una Afbrigði af fegurð. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá okkur í staðalímynda- hóp. Við höfum nú þegar sent ábendingar til auglýsenda um að auglýsingar þeirra brjóti gegn 18. grein jafnrétt- islaga og hyggjumst halda vöku okkar í þeim málum áfram. Keppnin um Herra ísland verður svo haldin í haust FU LLORÐINSFRÆÐSLA Prófanám Öldungadeild á grunn- og framhaldsskólastigi NÝTT! Félagsliðanám Frístundanám Fjölbreytt tungumálanám, verklegar greinar og myndlistarnámskeið. Námsaðstoð fyrir skólafólk Sérkennsla í lestri og skrift Upplýsingar í síma: 551 2992, Fax: 562 9408 • www.namsflokkar.is SVO LENGILÆRIR SEM LIFIR og munum við að öllum líkindum láta í okkur heyra þar þó sú keppni sé ekki alveg af sama meiði og konusýningarn- ar, þar sem keppnin er nokkuð á skjön við hefðbundna karlmennskuímynd og ríkjandi kynhlutverk. Það er sem sagt ekki að ástæðulausu sem við mótmæl- um fegurðarsamkeppnum, við erum ekki afbrýðisamar, okkur finnst hvorki við né keppendur vera Ijótar og við erum ekki að mótmæla af því að það er svo langt síðan ís- lensk kona varð Ungfrú heimur, eins og einhver hélt. Við mótmælum fegurðarsamkeppnum vegna alls þess sem þær standa fyrir. Við viljum sjálfræði og frelsi til handa konum og körlum og þjakandi og einsleita útlitsstaðla burt. Við viljum losna úr klóm markaðarins. MARKMIÐ STAÐALÍMYNDAHÓPS FEMÍNISTAFÉLAGS ÍSLANDS Markmið staðaiímynda- hóps er að fá samfélag- ið til að meta fjölbreyti- leika mannlífsins og berjast gegn neikvæð- um ímyndum og aug- lýsingum. í okkar sam- félagi eru til fjölmargar staðalímyndir um hlut- verk og útlit kvenna og karla. Staðalímynda- hópur telur nauðsyn- legt að miðla upplýs- ingum um þekkta skað- semi margra þeirra ímynda sem haldið er á lofti og fræða um hvernig þær ýti undir úrelt kynjahlutverk og komi í veg fyrir að fólk almennt sjái og kunni að meta fegurðina í margbreytileikanum. Aðferðir sem hópurinn beitir er t.d. að vera með uppákomur í kringum fegurðarsam- keppnir og fjölmiðla- vakt vegna niðurlægj- andi auglýsinga og um- fjöllunar. Við trúum því að í flestum tilfellum sé um vanþekkingu að ræða þegar fyrirtæki auglýsa á kostnað ann- ars kynsins eða umræð- an byggir á neikvæðum eða niðrandi staðalí- myndum. Hópurinn mun því senda ályktan- ir/ábendingar á aug- lýsendur, birtingaraðila og fjölmiðlafólk. Ábendingar um auglýs- ingar sem hópurinn tel- ur að brjóti gegn 18. grein jafnréttislaga hafa verið sendar á Jafnréttisstofu, birting- araðila og auglýsendur. Til að auka þekkingu um þessi mál hefur hóp- urinn leitað eftir sam- starfi við aðila sem koma að hönnun, birt- ingu og gerð auglýs- inga og mun hópurinn bjóða þessum aðilum að leita til staðalí- myndahóps til að fá álit á auglýsingum með til- liti til staðalímynda og hefðbundinna kynja- hlutverka. Staðalímyndahópur vill einnig virkja neyt- endur og gera þá með- vitaðri um birtingar- myndir og áhrif nei- kvæðra eða niðrandi staðalímynda. Neyt- endur eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og láta seljendur vöru og þjónustu vita ef auglýs- ingar misbjóða þeim og í framhaldi af því snið- ganga þau fyrirtæki sem halda áfram að augiýsa á niðurlægj- andi hátt þrátt fyrir ábendingar þar um. Með þessum hætti von- um við að markaðurinn verði gagnvirkur. X 58/3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.