Vera - 01.06.2003, Side 59

Vera - 01.06.2003, Side 59
/ FEMÍNÍSKT UPPELDI Rétturinn til að segja nei! »Að vera móðir 13 ára unglingsstelpu á tímum klámvæðingar hefur reynt talsvert á femínískar taugar mínar, þolinmæði og umburðarlyndi og er þessi óeftirsóknarverða staða umfjöllunarefni þessa pistils. Klámvæðing í mínum huga er sú nýbreytni að í afþreyingarefni, s.s. í tónlistarmyndböndum, bíó- myndum og tímaritum og einnig í auglýsingum, þykir það sjálfsagt að lík- ami kvenna sé hlutgerður. Honum er stillt upp í annarlegum og undirgefn- um stellingum og er þannig niðurlægður. í sjálfu sér er það engin nýbreytni að líkami kvenna sé settur fram á þenn- an hátt. Það sem mér sýnist þó vera nýtt er annars vegar hversu útbreitt klámið er orðið - það er notað í aug- lýsingaskyni fyrir allskyns vörur, í 80% tónlistarmyndbanda, í bíómyndum og samkvæmt einum útgefanda for- senda þess að tímarit seljist, og hins vegar að það skuli beinast að litlum stelpum. Daglega rigna yfir dóttur mína þúsundir skilaboða um það hvernig hún eigi að líta út, klæða sig, haga sér og hugsa. Ég ímynda mér að sterk- ustu skilaboðin berist henni í gegn- um fjölmiðla sem færa henni innsýn í heim tísku, tónlistar og leiklistar þar sem glamor og glys ræður ríkjum. Þeir láta hana vita hvað það eftir- sóttasta í veröldinni er hverju sinni. Auglýsingar sjá svo um að upplýsa hana um hvernig hún sjálf geti orðið þátttakandi. Undirliggjandi öllu sam- an leynast kröfur um að hún skuli ofar öllu vera sexí, þrátt fyrir að hún komi líklega ekki til með að byrja að sofa hjá í bráð. Ég læt það ógert hér að velta fyrir mér hvers vegna svo margar konur og karlar í skilaboðabransanum virð- ast leggja sig í líma við að sannfæra litlar stelpur um hlutskipti sitt sem kyntákn og ætla heldur að fjalla þær uppeldisaðferðir sem ég tel vænlegar til árangurs til að sporna við því að stelpan mín fái að hlýða áreynslulaust og ógagnrýnið kalli hinnar „ósýnilegu handar perragangs". Að vera femínísk móðir Það kallar vissulega á mikla jafnvæg- islist að vera femínísk móðir sem bæði hvetur stelpuna sína til að hugsa sjálfstætt og setur henni jafn- framt mörk. Það var léttir fyrir mig að fatta að ég gæti sagt nei við kvenfyr- irlitningu þó það sé á skjön við aðra foreldra. G-strengsnærbuxur er nefnilega eitt af því sem ég legg blátt bann við að hún klæðist þó að sam- kvæmt henni megi allar stelpurnar í bekknum klæðast þeim. í mínum huga tákna þær ekkert annað en samþykki á barnaklámi sem ég kýs að taka ekki þátt í. Ég fæ regiulega að heyra af öðrum frjálslyndari og skiln- ingsríkari foreldrum og svara ég þá á móti að nema að hún hyggist leggja fyrir sig vændi eða súludansmeyjar- starf í framtíðinni og telji sig þurfa á þjálfun að halda komi ég ekki til með að bifast í afstöðu minni, a.m.k. ekki eins lengi og ég fæ einhverju um það ráðið. Það eru þó ýmsir aðrir þættir sem eru hluti af tilveru hennar sem 13 ára unglingsstelpu sem við semjum um, þó að mér finnist það stundum soldið erfitt. Ég leyfi henni til dæmis að mála sig við viss tækifæri, s.s. í afmælum, partýjum og á stórhátíðum, þó mér finnist alltaf jafn hvimleitt að horfa á hana f slíku ástandi. Ég leyfi henni dómgreind hennar sjálfrar. Til dæmis með málefni reykinga. í því tilfelli segi ég henni að það sé eitthvað sem hún sjálf verði að ákveða. Að hún þurfi sjálf að ákveða hvort hún kjósi að vera kona sem reykir í framtíðinni eða ekki. Þó ég óski þess auðvitað heitast að hún velji síðari kostinn. Ég vænti að sumum kunni að þykja þetta mót- sagnakennd afstaða í uppeldinu (þ.e. bann við g-streng en traust á dóm- greind í reykingamálum) en fyrir mér eru þetta tvö gjörólík mál. Fyrir mér er g-strengurinn aug- Ijóst tákn fyrir undirgefni kvenna og enn meira þegar krafan beinist að litl- um stelpum. Vandamálið er að það telst ekki alvarlegt að stelpur séu ald- ar upp sem kyntákn fyrir karikynið og augnayndi, sem væntanlega útskýrir meðvirkni foreldranna í kringum okk- ur mæðgurnar, á meðan samfélagið leggst á eitt við að fræða börn um skaðsemi reykinga. Þar af leiðandi hlýtur ábyrgðin að vera mín sem femínista að hafna kvenfyrirlitningu sem samfélagið samþykkir. Ég vona að með þessum uppeldis- ÉG LEYFI HENNI TIL DÆMIS AÐ MÁLA SIG VIÐ VISS TÆKIFÆRI, S.S. í AFMÆL- UM, PARTÝJUM og á stórhátíðum, þó mér finnist ALLTAF jafn hvim- LEITT AÐ HORFA Á HANA í SLÍKU ÁSTANDI. ÉG LEYFI HENNIJAFNFRAMT AÐ HORFA Á POPPTÍVÍ EN ALDREI ÞÓ MEIRA EN KLUKKUSTUND Á DAG 0G MEÐ ÞVÍ SKILYRÐI AÐ HÚN HAFI FEMÍNISTAGLERAUGUN SÍN Á NEFINU jafnframt að horfa á Popptíví en aldrei þó meira en klukkustund á dag og með því skilyrði að hún hafi femínístagleraugun sín á nefinu. Um önnur uppeldismál sem tengj- ast ekki femínisma hef ég allt aðrar áherslur og kýs að treysta frekar á aðferðum með hæfilegri blöndu af höftum, samningsumleitunum og frelsi innræti ég dóttur minni tæki- færi að ganga ekki hugsunarlaust í gegnum lífið heldur staldra við og skoða samfélagið gagnrýnið, koma auga á ranglæti og þora að hafna því. vera / 3. tbl. / 2003 / 59 Guðrún M. Guðmundsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.