Vera - 01.06.2003, Side 60

Vera - 01.06.2003, Side 60
/ ALÞINGISKOSNINGARNAR Femínisti fylgist með kosningum Hvar eru allar konurnar? Meðan á kosningabaráttunni stóð var ég yfir mig ánægð með þá áherslu sem lögð var á jafnréttismál hjá öllum flokkum og að jafnréttismál væru nú ekki aðeins viðurkennt stefnumál heldur eitt af stærstu kosningamál- unum. Þegar úrslit kosninganna lágu fyrir og ég renndi yfir þingmanna- listann fannst mér ég svikin. Hvar eru allar konurnar sem voru svo áber- andi í kosningabaráttunni? Konum fækkar nú á Alþingi úr 23 í 19, eða úr tæpum 37% í 30%. Þegar þessi orð eru rituð eru tveir af tólf ráðherrum konur, en fyrir liggur að um áramót bætist ein kona við í hóp ráðherra. Það virðist Ijóst að hér ríkir jafnrétti í orði en ekki á borði. 4» Auður Auglýsingar og raunveruleiki Aðalsteinsdóttir Stjórnmálaflokkarnir notuðu sér kvennabaráttuna í að- draganda kosninganna og í auglýsingum flokkanna voru konur og jafnréttismál áberandi. I raunveruleikan- um voru margar konur í baráttusætum en sú staðreynd var jafnvei notuð til að reyna að veiða atkvæði femínista. Úrslit kosninganna virðast hins vegar sýna að við þurfum konur í fyrstu sæti listanna, ekki í baráttu- sætin. Það sem flokkarnir hafa gert er að innlima orð- ræðu femínismans í sína hefðbundnu orðræðu, nýta sér kraftinn úr henni en draga um leið úr henni tennurnar. Umræðan snerist að mestu um að benda á að viðkom- andi flokkur hefði gert meira en aðrir í þessum málum, ekki um jafnréttismál í sjálfu sér. Nær ómögulegt var að fá nokkra manneskju til að tjá sig um jafnréttismál án þess að reka um leið stefnu ákveðins flokks, enda var kosningabaráttan gífurlega hörð. Konur úr Framsókn- arflokki og Sjálfstæðisflokki benda til dæmis ásökunar- fíngri hver á aðra og Samfylking og Vinstri grænir benda á ríkisstjórnarflokkana. Þær spurningar sem eftir sitja eru þó meira almenns eðlis: Skiptir máli að konur séu á þingi, og skiptir máli að kynjahlutföllin séu sem jöfnust? Eða er það algjört tabú að kjósa konur „bara tii að kjósa konur“? Eru jafn- réttismál aðeins orðin hluti af kosningaáróðri flokk- anna? Er búið að staðsetja konur sem berjast fyrir femínískum markmiðum endanlega á jaðrinum? Konurá jaðri? Margar konur voru í baráttusætum í þessum kosning- um. Reyndar var niðurstaða kosninganna að mörgu leyti jafnari en menn áttu von á og flestir flokkar vonuð- ust eftir meira fylgi. Ásta Möller sagði til dæmis í viðtali við Fréttablaðið eftir kosningar: „Við konurnar hjá Sjálfstæðisflokknum vorum í baráttusætum og vonuð- umst til að ná inn með góðu fylgi. Það kom á óvart hversu margar duttu út.“ Eftir situr tilfínningin um að búið sé að planta konum kyrfilega niður á jaðarinn. Konur komast síður í örugg sæti og þær eru fyrstar til að detta út ef fylgi flokksins daiar. Reyndar virðist staða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur mjög táknræn fyrir út- komuna. Enginn virðist vita hver staða hennar var, er og mun verða innan Samfylkingarinnar, ekki einu sinni hún sjálf. En það getur verið hættulegt að skilgreina jafnréttis- mál sem afmarkaðan málaflokk því með því eykst hætt- an á að einangra þau. Betri kostur hlýtur að vera að hafa jafnréttismál alltaf í huga, eins og reyndar Kolbrún Halldórsdóttir segir að Vinstri-hreyfingin grænt fram- boð hafi gert: „Við höfum lagt mikið upp úr því að sani- þætta kvenfrelsismálin inn í alla málaflokka." Það liggur ljóst fyrir að ekki er nóg að vera með jafnrétti á dag- skránni heldur skiptir einnig máli hvernig þau eru á dagskrá. Að sama skapi getur verið varhugavert að slíta stefnu stjórnmálaflokkanna í jafnréttismálum úr sam- hengi við önnur stefnumál. Að kjósa konu... Samfylkingin lagði áherslu á Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og þann möguleika að kona leiddi ríkisstjórn á íslandi í fyrsta sinn. Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur segir í grein sem birtist í Morgunblaðinu að það myndi hafa gríðarlegt táknrænt gildi og skila sér í nýrri sókn kvenna til áhrifa og valda hvarvetna í samfélaginu. Kona í æðstu valdastöðu breyti sýn samfélagsins á það hvað jafnrétti þýði í reynd. 60/3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.