Vera - 01.06.2003, Page 62
I
Hvað telurðu þig hafa fram að færa á þingi og hver
verða þín helstu baráttumál?
Það eru íjölmörg mál sem eru mér hugleikin. Hvað
brýnast finnst mér þó að rétta stöðu ungu barnafjöl-
skyldunnar í landinu, þeirra sem eru með lágar og með-
altekjur. Þessi hópur er með þunga skattbyrði, margir
hverjir með þunga endurgreiðslubyrði námslána, eru að
greiða leikskólagjöld sem eru nokkuð há, greiða háa
vexti og verðbætur af húsnæðislánum og hafa lent
harkalega í þeirri skerðingu sem átt hefur sér stað á
barnabótunum undanfarin ár, að ekki sé talað um hátt
verð á nauðsynjavörum. Það hefur alveg skort að litið sé
á þessa þætti í samhengi því fjölskyldan á ekki mikið eft-
ir til að lifa þegar búið er að greiða af öllu. Ég vil sjá
hækkun á barnabótum og að greitt sé með börnum til
18 ára aldurs, auk þess sem hækka þarf skerðingarmörk
þeirra. Þá finnst mér mikilvægt að endurgreiðslubyrði
námslána verði lækkuð og endurgreiðslan gerð að hluta
frádráttarbær frá skatti. Til að koma til móts við fjöl-
skylduna vil ég sjá að virðisaukaskattur á matvælum og
barnavörum verði lækkaður. Annað sem mér finnst að
við verðum að skoða er að námskostnaður, t.d. vegna
leikskólagjalda, innritunargjalda og skólabóka, verði
frádráttarbær frá skatti. Allt eru þetta hugmyndir sem
miða að því að létta róður barnafjölskyldna í landinu.
Þessi hópur hefur setið eftir og fmnst mér kominn tími
til að sinna þessum málaflokki og móta fjölskyldustefnu
í þessu landi.
Hvað finnst þér um hlutfall kvenna á þingi? Er mik-
ilvægt að kynjahlutfallið sé sem jafnast á Alþingi eða
er nóg að jafnréttismál séu í brennidepli?
Ég varð fyrir hálfgerðu áfalli þegar ég áttaði mig á því
að hlutfall kvenna á þingi lækkaði eftir síðustu kosning-
ar. Mér fannst svo sjálfsagt að hlutfallið myndi hækka
enda lifum við á árinu 2003. Þessar kosningar sýndu
okkur að við megum ekki sofna á verðinum og jafnrétt-
ismálin verða að fá aukið vægi í samfélagi okkar. Mér
finnst afar mikilvægt að Alþingi endurspegli samfélagið
á sem bestan hátt og þá ekki síst með tilliti til kynjanna.
Hvers vegna skiptir máli að konur séu á þingi? Telur
þú að þinn flokkur muni beita sér fyrir aðgerðum til að
jafna hlutfall kynjanna?
Ég vil að barnið mitt alist upp við fyrirmyndir af
báðum kynjum í valdastólum og í þeim störfum sem
mest ber á. Þetta er mikilvægt því ég tel það hafa lang-
tímaáhrif á börn hvernig þau skynja samfélagsgerðina
og valdið. Þetta er auðvitað mjög mismunandi milli
stjórnmálaflokka, Samfylkingin er t.d. með 9 konur og
11 karla á þingi þannig að okkar staða er góð. Við leggj-
um mikla áherslu á þetta við uppröðun á lista okkar og
höfum þess vegna náð svo góðum árangri. Við munum
áfram berjast fyrir jöfnum rétti kynjanna, hvort sem er í
starfí á okkar vegum eða í þjóðfélaginu almennt. Hinir
flokkarnir hafa ekki staðið sig og það er mikil synd.
Samfylkingin mun því án efa á þessu kjörtímabili leggja
mikla áhersu á að jafnréttismálin verði áberandi í um-
ræðunni og koma þeim þannig á dagskrá innan þings-
ins.
Hver eru helstu jafnréttismálin sem vinna þarf í?
Hefurðu sjálf hugsað þér að gera eitthvað á þingi sem
varðar jafnréttismál?
Þau mál sem þarf að sinna eru fjölmörg og snúa ekki
hvað síst að launamuninum, sem er að mínu mati brot
á mannréttindum. Ég mun leggja mig alla fram við að
leiðrétta hann. Staða kvenna í stjórnunarstörfum er
einnig þáttur sem verður að taka á. Þetta eru allt verk-
efni sem þarf handaflið til að koma í lag en þá á líka að
gera það því þetta eru svo sjálfsögð mál. Þá er það mín
skoðun að miklu skipti að konur verði rneira áberandi í
valdapóstum samfélagsins. Þannig höfum við áhrif til
framtíðar á börnin okkar og að stelpurnar oldcar alist
upp við að það sé jafn sjálfsagt að þær geri þetta líka.
Ertu sátt við stöðu kvenna þegar skipað var í ráð-
herraembættin?
Nei, það er ég ekki. Tvær af 12 ráðherrum eru konur,
hvernig getum við verið sátt við það? Síðar á kjörtíma-
bilinu hefur verið boðað að þeirn íjölgi um tvær en á
sama tíma mun Siv hætta sem umhverfisráðherra og við
höfurn ekki heyrt af því að hún muni halda áfranr. Því
verða líka þrír kvenráðherrar á seinni helming kjör-
tímabilsins. Þetta er ekki sú mynd sem ég vil sjá af ríkis-
stjórn íslands, sama hvaða flokkar hana skipa hverju
sinni. Þetta endurspeglar þó stöðu kvenna innan ríkis-
stjórnarflokkanna og það er alveg ljóst að þeir þurfa að
taka sig á.
Af 18 nýjum þingmönnum eru þrjár konur. Held-
urðu að þetta hlutfall gefi vísbendingar um það sem
koma skal, þ.e. hlutfall kvenna og karla á þingi í fram-
tíðinni?
Það vona ég svo sannarlega ekki enda verðum við i
ljósi þessara kosningaúrslita að horfast í augu við það að
stjórnmálamenn verða að fara að axla ábyrgð i þessum
málum og hætta fagurgalanum sem elcki hefur skilað
neinu.
62/3. tbl. / 2003 / vera