Vera - 01.06.2003, Page 69

Vera - 01.06.2003, Page 69
/ KVIKMYNDIR Ungviðið skemmtirsér Eins og aðrir jafnaldrar mínir þá er ég alin upp við bandarískan ung- linga-hjáveruleika í kvikmyndum og datt aldrei til hugar að taka hann alvarlega heldur leit á þetta sem hverja aðra vitleysu og tilbúning. Mikil var undrun mín þegar ég kynntist bandarískri smábæjarstúlku sem sagði mér að svona gengi þetta nú mikið til fyrir sig. Þetta hefur orðið til þess að ég sé unglingamyndir alltaf sem hálfgerðar tragedíur. Á vorin og sumrin er vinsælt að frumsýna unglingamyndir en þær gerast einmitt oft á vorin og sumrin og segja frá hópi unglinga sem er að Ijúka skóla, yfirleitt menntaskóla en stundum háskóla, og frammi í stafni stendur ákvörðun- artaka um framtíðina. Unglingamyndir lýsa því iðulega einskonar samblandi af kvíða og áhyggjuleysi, þarsem unglingarnir reyna að kreista það síðasta út úr hinu átaka- lausa skólalífi áður en kaldur veruleikinn tekur við. Algengt er að forráðamenn séu fjarri, unglingarnir eru annaðhvort á heimavistum, eða þá að foreldrarnir hafa ekki tíma til að sinna þeim sökum anna. Ef foreldrar eða aðrir forráða- menn (kennarar, húsverðir) eru til staðar eru þeir almennt til vandræða. Annað sameiginlegt minni er kynlíf og í framhaldi af því, kynhlutverk. Unglingamyndir geta ýmist verið sagðar út frá sjónarhóli stráka eða stelpna og þrátt fyrir að þetta sé almennt séð mjög fyrirlitin kvikmyndategund má ekki gleyma að hún hefur getið af sér mörg meistarastykki, eins og Grease (1978), Rumble Fish (1983), The Breakfast Club (1985), Ferris Bueller's Day Off (1986), Fteathers (1989) og 6/7/ and Ted myndirnar (1989 og 1991). Aðalgæinn og aðalpían Þrátt fyrir að unglingamyndir megi rekja aftur til ársins 1955 (Rebel Without a Cause), byrjuðu þær ekki fyrir alvöru fyrr en á áttunda áratugnum, áttu ákveðið blómaskeið á þeim níunda í kjölfar Grease og gengu í endurnýjaða líf- daga á tíunda áratugnum með myndum sem unnu á ann- an hátt með formúluna, eins og Clueless (1995) sem er nú- tímaútgáfa af Emmu eftir Jane Austen, og 10 Things I Fiate About You (1999) sem er nútímaútgáfa af leikriti Shakespe- ars The Taming ofthe Shrew. Einnig má nefna mynd eins og Ghost World (2001) sem er byggð á samnefndri mynda- sögu Daniels Clowes. Og þá eru enn ónefndar þær hroll- vekjur sem sótt hafa til unglingamyndarinnar en þær eru ófáar enda er unglingahrollvekjan hreinlega sér kvik- myndategund. Almennt og yfirleitt byggir unglingamyndin á mjög þéttri formúlu. Aðalpersónurnar eru yfirleitt aðalparið sem samanstendur af aðalgæjanum, fótboltahetjunni, og að- alpíunni, balldrottningunni eða klappstýrunni. Utan um þessi tvö er svo hópur vina sem eru svona „wannabes" og á móti þeim er svo hópur nörda sem reyna að skapa sér sjálfsmynd utan meginlínunnar. Eins og ég sagði þá er kynlíf mikilvægur þáttur í ung- lingamyndum og tengist oft vangaveltum um kynhlut- verk. Þessi hlið unglingamyndanna hefur birst í myndum sem fjalla um kynskipti á einhvern hátt, eins og nýlegar myndir á borð við The Hot Chick (2002), Juwanna Mann (2002), sem er reyndar meiri íþróttamynd en unglinga- mynd, og Sorority Boys (2002) eru til marks um. Það er sú síðastnefnda sem ég ætla að gera að umræðuefni hér. Sorority Boys fjallar um unglinga á kynskiptum heima- vistum. Háskólanum er að Ijúka og skemmtinefnd einnar strákaheimavistarinnar er sökuð um að hafa stolið pening- unum fyrir lokapartýið og strákunum er hent út. Þeir telja sig saklausa og til að geta rannsakað málið klæða þeir sig upp sem konur og setjast að í heimavist fyrir stelpur - ekki sætu stelpurnar, heldur 'hundana', femínistana sem eru ýmist risar eða loðnar. Það er að segja stelpur sem þeir - aðalgæjarnir - höfðu hingað til forðast eins og heitan eld- inn. Nema hvað, í þessum hópi öðlast þeir alveg nýja sýn á konur og sjálfa sig og gerast barasta heilmiklir femínistar þegar þeir verða fyrir aðkasti stráka á borð við sjálfa sig sem æpa á eftir þeim að þeir séu Ijótir og feitir og með stóra rassa. Jafnframt lifa þeir sig inn í kvenhlutverk sín og eftir því sem þeir finna sig meira í kjólum, litasamsetning- um, skóhælum og varalitum verða þeir meiri og meiri hluti af samfélagi stelpnanna. Þrátt fyrir að hér sé lítið um frumleika og staðaltýpurn- ar séu enn við lýði má sjá hér ákveðna tilraun til að takast á við kynhlutverk og vandræðagang tengdan þeim. Á sinn hátt er þessi mynd til vitnis um að kynhlutverkin eru ekki eins stöðug og þau hafa verið og sýnir ákveðna þörf fyrir að hrista upp í staðaltýpum. Þau mörk unglinga og fullorð- inna sem eru viðfangsefni unglingamyndarinnar eru hér spegluð í mörkum kynjanna og þrátt fyrir að á endanum séu linurnar skýrt dregnar þá er eftirtektarvert hvað flæðið á milli er innblásið. Það var sérlega gaman að fylgjast með því hvernig leikararnir lifðu sig inn í kvenhlutverk sín, og skemmtilegustu senur myndarinnar eru þegar þeir eru að máta föt og varaliti. Einnig er umhugsunarvert að öfugt við samkynhneigðar dragdrottningar þá eru drengirnir ekki neinar glæsipíur heldur fremur klaufalegar konur sem augljóslega eru að reyna að lifa sig inn í tiltekin staðal- kvenhlutverk án mikils árangurs, svona rétt eins og við hinar stelpurnar... X vera/3. tbl. /2003 /69 Úlfhildur Dagsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.