Vera - 01.06.2003, Side 71

Vera - 01.06.2003, Side 71
/ ÚR DAGBÓKKÚABÓNDA tilbúinn klukkan hálfátta og við af stað með föt á miðson- inn, sækjum hann í leiðinni og hann fær að skipta um föt hjá vini sínum, er svo haugskítugur eftir að eltast við rollur og lömb að mér finnst næstum helgispjöll að fara að þvo honum í framan og ætlast til þess að hann sitji kyrr á tón- leikum á svona skemmtilegum degi. Tónleikarnir hjá krökkunum í lúðrasveitinni voru hreint út sagt frábærir og þau fengu geysilega góðar undirtektir. Mér fannst kórinn ekki eins góður, hef aldrei verið mikið fyrir karlakórssöng, en það var líka gaman að hlusta þegar lúðrasveitin og karlakórinn tóku saman syrpu af lögum eftir Hallbjörn Hjartarson í útsetningu Skarphéðins Einars- sonar stjórnanda lúðrasveitarinnar og skólastjóra okkar frábæra tónlistarskóla. Ég get fullyrt að engum hafi leiðst í félagsheimilinu á Blönduósi þetta kvöld. Eftir tónleikana var svo tekin mynd af lúðrasveitinni niðri við ósa Blöndu með sólsetrið í bak- sýn, svo ekið heim og nú hafði eldri dóttir okkar bæst í hópinn, kom með vinkonu sinni á tónleikana og við því með fullfermi í Starex. Áður en við fórum að sofa, einhvern tíma eftir miðnætti, þurftum við auðvitað að gefa öllum að borða því enginn hafði borðað neitt síðan um miðjan dag. Næsta morgun varð ég að pína mig á fætur. Jesús góður, hugsaði ég, Blönduósferð, skólaslit og grillveisla! En það verður alltaf að sinna dýrunum númer eitt. Við út í morg- unfjós og svo strax eftir það af stað með alla krakkana og okkur sjálf spariklædd á Blönduós til þess að komast í banka og fleira, panta blómakörfu fyrir kvöldið, og mæta í Húnavallaskóla klukkan eitt svo lúðrasveitin, sem tók á móti fólkinu sem fór að streyma að um tvö, gæti æft sig og stillt strengi. Og þvílíkur blessaður sólardagur. Hann hlýt- ur að verða útskriftarnemunum minnisstæður sem að þessu sinni voru átta talsins. Við hjónin byrjuðum á því að innrita fjögur börn í tónlistarskólann fyrir næsta vetur, svo voru ræður og tónlistaratriði, afhending einkunna og næstum 300 manna kaffisamsæti á eftir í þessum 100 barna skóla. Veislukaffið var mjög glæsilegt að venju. Þær standa sig alltaf í stykkinu mötuneytiskonurnar. Fundur með foreldrum lúðrasveitarbarna á eftir veislunni, svo fór- um við aftur á Blönduós til þess að ná í blómakörfuna. f leiðinni hljóp ég með annan blómvönd inn í búð til systur minnar sem átti afmæli þennan dag. Heim í fjós að mjólka og gefa og sinna öllu þar. Vorum búin að verða hálftíu og þá vinkaði ég bara í minn mann og þrjú elstu börnin sem fóru með blómin að borða grillað lambalæri með öllu. Það var sannarlega kominn tími fyrir smábörn og konur að fara að sofa. Með bestu kveðjum til Verufólks! X með listasögu Nytjamarkaður SORPU og líknarfélaga Hátúni 12, sími 562 7570 Opi& virka daga kl. 12-18 með blómlega sögu

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.