Vera - 01.06.2003, Side 72

Vera - 01.06.2003, Side 72
/ FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU AND GtNDER ÍQUALITY IN THC NORDIC COUNTRlts Fjölmenning og jafnrátti kynjanna á Norðurlöndum - kerfisbundið ójafnvægi, hinn norræni karl viðmiðið Valgerður H. Bjarnadóttir »Dagana 19.- 20. maí sl. söfnuðust um 400 konur og nokkrir karlar saman til norrænnar ráðstefnu undir yfirskriftinni Integration och Jamstalldhet i Norden, íMálmey, Svíþjóð. Þátttakendur frá íslandi voru 19, þaraf 11 konurogeinn karl af erlendum uppruna. Þau voru valin af íslensku undirbúningsnefndinni, þ.e. Elsu Arnardóttur Fjölmenningarsetrinu, Valgerði H. Bjarnadóttur Jafnréttisstofu og Andreu Sompit Siengboom sem var fulltrúi innflytjenda á íslandi í undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar. Litið var á þátttöku íslands í þessari ráðstefnu sem eins konar undirbúning fyrir það verkefni að huga að og styrkja stöðu erlendra kvenna á Islandi en það er löngu tímabært. * Þátttakendur komu víða að af landinu, frá Vestfjörðum, Eyjaíjarðarsvæðinu og höfuðborgarsvæðinu, fulltrúar innflytjenda af ýmsum uppruna, auk fulltrúa jafnréttis- mála og útlendingamála. Hist var á undirbúningsfund- um fyrir förina og m.a. ákveðið að útbúa lítið kynning- arrit um sendinefndina og stöðu innflytjenda á Islandi. í matsal ráðstefnunnar var komið fyrir kynningarbás- um þar sem þátttakendur gátu kynnt starfsemi sína og þar kynnti sendinefndin starfsemi Alþjóðahúss, Fjöl- menningarseturs, Alþjóðastofu, Rauða krossins, Efling- ar, Jafnréttisstofu og fleiri. Samtök innflytjendakvenna í Málmey höfðu veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar, með Jelicu Ugricic í forsvari. Jelica, sem er frá fyrrum Júgóslavíu, stofnaði þessi samtök fyrir 30 árum og hefur unnið þar mikið og gott starf. Samtökin eru öflug og eiga húsnæði þar sem hópar kvenna hittast reglulega yfir spjalli og veitingum. Fyrsta kvöldið var ráðstefnugestum boðið þangað í ijúffengan kvöldverð. Að öllu jöfnu er körlum meinaður aðgangur að húsakynnum þeirra þar sem sum trúarbrögð meina konum nokkurt samneyti við karla aðra en fjölskyldumeðlimi. Það varð því uppi fót- ur og fit þegar Toshiki Toma, japanskur prestur inn- flytjenda á íslandi, birtist með ísiensku sendinefndinni. Honum var þó veittur sá sérstaki heiður að fá að vera með okkur þetta kvöld, hugsanlega vegna geistlegrar stöðu sinnar. Hvítur karl í minnihluta Sú sem þetta ritar hefur setið ótal norrænar ráðstefnur um málefni kynjanna, jafnréttismál, kynbundið ofbeldi, menntun kvenna og fleira og alltaf hefur það verið áber- andi hversu einlitur þátttakendahópurinn er. Þótt við öll vitum að íbúar Norðurlanda eru af íjölbreyttu bergi brotnir, um 20% íbúa Svíþjóðar eru innflytjendur og um 4% íslendinga, þá hafa þess nær aldrei sést merki í þeim hópi sem starfar að málefnum kvenna á Norður- iöndum. Við höfum jú á stundum rætt stöðu erlendra kvenna en ekki boðið þeim þátttöku. I undantekninga- tilfellum hafa grænlenskar og samískar konur sett örlít- inn iit á hópinn, og á Nordisk Forum ráðstefnunum var fjölbreytnin í fyrirrúmi, en oftast hafa þetta verið sömu konurnar og einstaka karl, lang flest með sitt norræn- keltneska yfirbragð. Það var því ánægjuleg tilbreyting við setningu ráðstefnunnar að Per Unckel aðalritari Norrænu ráðherranefndarinnar, hvítur miðaldra karl, var skyndilega orðinn fulltrúi minnihlutahóps þar sem hann stóð frammi fyrir öllum þessum konum. Með honum á sviðinu voru kynnar ráðstefnunnar, Rachel Eapen Paul og Thomas Alslev Christensen, hann af ar- abískum og þýskum uppruna, hún af indverskum. Há- punktur setningarathafnarinnar var þó tónlistaratriði flutt af konu frá Danmörku með uppruna í Irak. Hún flutti frumsamda, ógleymanlega tónlist sem náði langt inn og upp fyrir hindranir tungumála og menningar- múra og hverfur seint úr minni þeirra sem þarna voru. 72 / 3. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.