Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og
Eitt og annað.
Sigfús hét maður, Sigurðsson
bónda í Bjálmholti á Landi,
Gislasonar hreppstjóra i Hjalla-
nesi, Guðmundssonar. Sigfús var
járnsmiður góður og hagorður
vel, en háðskur og níðskár nokk-
uð. Hann fluttist til Seyðisfjarð-
ar, bjó þar alllengi við lítið lán,
— og mun hafa andazt austur
þar.
Eitt ár bjó Sigurður i Bjálm-
holti (1893—94.) í tvibýli við
Brynjólf nokkurn Baldvinsson,
sem þar bjó nokkur ár við mikla
fátækt. Mælt er, að þá orti hann
brag um heimilisásta;ður Brynj-
ólfs, ekki glæsilega. Þrjú erindi
eru enn ótind úr þvi svæði. Þau
eru svo hljóðandi:
Konan ólétt og beljan búin,
bráðum er orðið hausalaust,
bankabygg þrotið! — Baraa-
grúinn
beljar samstilltri liungurs-
raust. —
Afl mitt og kjarkur áður
þver —
allt er skrælþurrt, sem nagað
er.
Olíulaust að öllu leyti —
ómögulega verður sveitzt!
Hvergi fæst tólg né
hrossafeiti,
hún mundi lika verða sleikt.
Það er hörmulegt hugarstrið,
að horfa fram á þessa tíð
skemmtunar
Og j)ó að vetur þessi líði,
J)á tekur ekki betra við. —
Fyrir sumrinu sárt eg kviði,
sérhvert er bölvað ólánið:
Þá fjölgar fólki því um meir,
j)á vetða tiu, ef enginn deyr.
Maður var nefndur Jón. Hann
var Sigurðsson, bónda í Kálfholts-
hjáleigu, Ölafssonar i Flóa, Vern-
harðssonar, s. st., Ögmundssonar
s. st., Magnússonar. Móðir Jóns
var Sigríður, dóttir Brynjólfs
prests í Kálfholti, Guðmundsson-
ar, prests i Kálfholti, Bergssonar,
prests i Bjarnanesi, Guðmunds-
sonar. Jón var fæddur 1829. —
Hann bjó í Nefsholti um aldar-
fjórðung sárfátækur. Var hagorð-
ur vel og glaðvær. Um Odd í
Hvarnmi orti hann meðal annars
þessa visu:
Upp á Bjallann Oddur vendi,
einnig Gvendur, sonur hans
sjónarsteinum sinum renndi,
sá þar mikinn trippafans.
Kallar óður, hám með
hljóðum:
Hér er stóðið nábúans!
Versið sungu Holtamenn nteð
sálmalagi, og höfðu gaman af.
Forsíðumyndin:
Fulltrúar Islands hjá Samein-
ufni þjóðunum í október 1953:
T/ior Thors, sendiherra, Vil-
hjálmur Þór forstjóri og Jóhann
Hafstein bankastjóri.
Einkennilegt atvik.
Á þessu vori ritaði síra Jón M.
Guðjónsson Guðna Eggertssyni
bónda í Gerði bréf, þar sem hann
spurðist fyrir um, hvort ekki ætti
heimilið í Gerði neitt af gömlum
gripum til að láta hafna í byggða
safni þvi, er Akumesingar og
hrepparnir utan Skarðsheiðar eru
nú að koma sér upp og hefur til
að byrja með aðsetur í elzta stein
steypuhúsinu á landinu, að Görð-
um. Þegar Guðni fékk bréfið,
þótti honum verst hve þarna væri
litið til af slíkum munum. En svo
einkennilega vildi til, að einum
eða tveimur dögum eftir þetta
var Guðni á gangi niður við sjó-
inn og finnur þar nýrekinn ask.
Þetta var gamall og góður askur
auðsjáanlega beinlínis sendur til
þess að hafna í byggðasafninu.
Þetta kom sér þvi betur, sem
safninu liafði þá enn ekki borizt
neinn askur. Kunnum vér þvi
Guðna beztu þakkir fyrir þennan
lund og þessa gjöf.
Guðni í Gerði
flytur búferlum.
Það er löngum sagt, að straum-
urinn liggi til Reykjavíkur og
Guðni ætlar nú að vera einn i
þeirri sveit eftir að hafa búið 23
ár í Gerði. Hitt er svo fátið-
ara, að i sæti Guðná ætli að setj-
ast ungur Beykvíkingur, Bjami
Böðvarsson, smiðs Bjamasonar.
Guðni Eggertsson er vel hag-
mæltur þótt ekki fliki hann mik-
ið skáldskapnum. Um leið og
(Framh. á 3. kápusíSu).
AKRANES
XVII. árgangur. — Apríl—júní 1958. — 2. hefti
RitiS kemur út fjórum sinnum á ári, og kostar kr.
55.00 árg. — (Jtgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaS-
ur: ÓLAFUR B. RJÖRNSSON. — AfgreiSsla: MiS-
teig 2, Akranesi, Simi 8. — PrentaS í Prentverki
Akraness h.f. —
70
ARRANES