Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 2

Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og Eitt og annað. Sigfús hét maður, Sigurðsson bónda í Bjálmholti á Landi, Gislasonar hreppstjóra i Hjalla- nesi, Guðmundssonar. Sigfús var járnsmiður góður og hagorður vel, en háðskur og níðskár nokk- uð. Hann fluttist til Seyðisfjarð- ar, bjó þar alllengi við lítið lán, — og mun hafa andazt austur þar. Eitt ár bjó Sigurður i Bjálm- holti (1893—94.) í tvibýli við Brynjólf nokkurn Baldvinsson, sem þar bjó nokkur ár við mikla fátækt. Mælt er, að þá orti hann brag um heimilisásta;ður Brynj- ólfs, ekki glæsilega. Þrjú erindi eru enn ótind úr þvi svæði. Þau eru svo hljóðandi: Konan ólétt og beljan búin, bráðum er orðið hausalaust, bankabygg þrotið! — Baraa- grúinn beljar samstilltri liungurs- raust. — Afl mitt og kjarkur áður þver — allt er skrælþurrt, sem nagað er. Olíulaust að öllu leyti — ómögulega verður sveitzt! Hvergi fæst tólg né hrossafeiti, hún mundi lika verða sleikt. Það er hörmulegt hugarstrið, að horfa fram á þessa tíð skemmtunar Og j)ó að vetur þessi líði, J)á tekur ekki betra við. — Fyrir sumrinu sárt eg kviði, sérhvert er bölvað ólánið: Þá fjölgar fólki því um meir, j)á vetða tiu, ef enginn deyr. Maður var nefndur Jón. Hann var Sigurðsson, bónda í Kálfholts- hjáleigu, Ölafssonar i Flóa, Vern- harðssonar, s. st., Ögmundssonar s. st., Magnússonar. Móðir Jóns var Sigríður, dóttir Brynjólfs prests í Kálfholti, Guðmundsson- ar, prests i Kálfholti, Bergssonar, prests i Bjarnanesi, Guðmunds- sonar. Jón var fæddur 1829. — Hann bjó í Nefsholti um aldar- fjórðung sárfátækur. Var hagorð- ur vel og glaðvær. Um Odd í Hvarnmi orti hann meðal annars þessa visu: Upp á Bjallann Oddur vendi, einnig Gvendur, sonur hans sjónarsteinum sinum renndi, sá þar mikinn trippafans. Kallar óður, hám með hljóðum: Hér er stóðið nábúans! Versið sungu Holtamenn nteð sálmalagi, og höfðu gaman af. Forsíðumyndin: Fulltrúar Islands hjá Samein- ufni þjóðunum í október 1953: T/ior Thors, sendiherra, Vil- hjálmur Þór forstjóri og Jóhann Hafstein bankastjóri. Einkennilegt atvik. Á þessu vori ritaði síra Jón M. Guðjónsson Guðna Eggertssyni bónda í Gerði bréf, þar sem hann spurðist fyrir um, hvort ekki ætti heimilið í Gerði neitt af gömlum gripum til að láta hafna í byggða safni þvi, er Akumesingar og hrepparnir utan Skarðsheiðar eru nú að koma sér upp og hefur til að byrja með aðsetur í elzta stein steypuhúsinu á landinu, að Görð- um. Þegar Guðni fékk bréfið, þótti honum verst hve þarna væri litið til af slíkum munum. En svo einkennilega vildi til, að einum eða tveimur dögum eftir þetta var Guðni á gangi niður við sjó- inn og finnur þar nýrekinn ask. Þetta var gamall og góður askur auðsjáanlega beinlínis sendur til þess að hafna í byggðasafninu. Þetta kom sér þvi betur, sem safninu liafði þá enn ekki borizt neinn askur. Kunnum vér þvi Guðna beztu þakkir fyrir þennan lund og þessa gjöf. Guðni í Gerði flytur búferlum. Það er löngum sagt, að straum- urinn liggi til Reykjavíkur og Guðni ætlar nú að vera einn i þeirri sveit eftir að hafa búið 23 ár í Gerði. Hitt er svo fátið- ara, að i sæti Guðná ætli að setj- ast ungur Beykvíkingur, Bjami Böðvarsson, smiðs Bjamasonar. Guðni Eggertsson er vel hag- mæltur þótt ekki fliki hann mik- ið skáldskapnum. Um leið og (Framh. á 3. kápusíSu). AKRANES XVII. árgangur. — Apríl—júní 1958. — 2. hefti RitiS kemur út fjórum sinnum á ári, og kostar kr. 55.00 árg. — (Jtgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaS- ur: ÓLAFUR B. RJÖRNSSON. — AfgreiSsla: MiS- teig 2, Akranesi, Simi 8. — PrentaS í Prentverki Akraness h.f. — 70 ARRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.