Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 31

Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 31
að hafa valdið, að Gestur Pálssan fór heim alfarinn þá um haustið og átti þar fullt i fangi að vinna fyrir sér með blaða- mennsku og skrifstofustörfum, en enginn þeirra félaga neinn afkastamaður við rit- störf, sizt þeir, sem eftir urðu í Höfn, enda áttu þeir bæði námi að sinna, sem enginn þeirra lauk þó nema Hannes Hafstein, og margt í horgarlífinu, sem glapti hugann frá störfum. En illa hafa þeir þó kunnað því, að leggja algjörlega árar í bát; eftir nýjár 1884 taka nokkrir íslendingar í Höfn að gefa út mánaðarblað með mynd- um og voru Verðandimenn helztu styrkt- armenn þess, en ábyrgðarmaður var Bjöm Bjarnarson lögfræðingur, nú sýslumaður í Dalasýslu. Blaðið hét Heimdallur, og var fyrsta myndablaðið, sem út kom á islenzku. Það leyndi sér ekki, að hann átti líka að vera boðberi hinnar nýju stefnu. Fremst i hverju blaði var mynd af einhverjum merkismanni, oftast útlendu skáldi eða rithöfundi, og grein um hann. Seinna í sama blaðinu var svo sýnishorn af ein- hverju af ritum hans. Þannig var í fyrsta blaðinu mynd af danska skóldinu Holger Drachmann og grein um hann, saga eftir hann og tvö kvæði. 1 öðru blaðinu var grein um rússneska skáldið Ivan Turgen- jev, mynd af honum og saga eftir hann. í þriðja blaðinu var mynd af Georg Brandes og grein um hann eftir Hannes Hafstein og þýðing á ritgerðarkafla eftir hann um franskt skáld og skóldkonu, o. s. frv. Auk ritgerðanna með myndum, fá- einna kvæða eftir Hannes Hafstein, Bertel Þorleifsson og Gisla Brynjólfsson, sem nú var kominn í hóp hinna ungu Islendinga, var helzta frumsamda efnið í þessum eina árgangi, sem út kom af Heimdalli, tvær sögur eftir Einar Hjörleifsson og ein saga eftir Hannes Hafstein. Sögumar eftir Ein ar hétu „Sveinn káti“ og „You are a hum- bug, Sir!“ Söguhetjan í Sveini káta var nið- ursetningur, er fremur lítið í þá sögu varið, og ekki var þar rist sérlega djúpt í nein- ar mannfélagsmeinsemdir. 1 „You are a humbug, Sir!“ er ráðizt all-hranalega á þann kirkjulega sið, að taka sjiika menn til bænar af stólnum. Sagan er fremur litils virði líka, en ég man að mikið var talað um hana þar um slóðir sem ég var þá að alast upp, því að þar voru margir fulltrúa um, að presturinn, sem lýst var í sögunni og borin einkar vel sagan, væri enginn annar en faðir höfundarins, pró- fasturinn þar í sýslunni. En væntanlega hafa þær getgátur verið á illkvittni einni byggðar. Saga Hannesar, „Brennivínshatt- urinn“, er eina skáldritið í óbundnu máli, sem sézt hefur eftir hann. Höfundurinn leggst ekki sérlega djiipt, en sagan er mjög eðlileg og látlaus lýsing á Akureyr- arlífinu á þeim dögum, og hún ber glögg merki þess, að höfundurinn hefur opið auga fyrir því sem er einkennilegt og skoplegt í fari þess flökkufólks, er hanji lýsir, og er engu ósýnna um að sýna lif- andi myndir af því en félögum hans, sögu- höfundunum i Verðandi. Hann skilur auð- sjáanlega vel hvers vegna það er einmitt eins og það er og ekki öðru visi, á þess vegna hægt með að fyrirgefa það sem mið- ur fer í fari þess, en brosir bara i kamp að daðrinu og uppskafningshættinum. Heimdallur kom ekki út nema eitt ár, og mun bæði hafa valdið fjárskortur og hitt, að blaðið fékk ekki almenningshylli frem- ur en Verðandi áður. Þá var og byrjað að koma út tímaritið Iðunn í Reykjavík með skáldskap og ýmsum fróðleik, og féll al- menningi það betur í geð, enda braut það ekki svo mjög í bóg við skáldskapar- smekk almennings sem rit þeirra Hafnar- mannanna, þótt það reyndar drægi tals- verðan dám af liinni nýju skáldskapar- stefnu. Einar Hjörleifsson fór og um það A K R A N E S 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.