Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 7
Indónesíu, Kasmír og Palestínu voru jöfn-
uð með málamiðlun. Að sjálfsögðu er
sjaldan um endanlega lausn vandamál-
anna að ræða, en það skiptir minna máli.
Dag Hammarskjöld hefur bent á, að hlut-
verk Sameinuðu þjóðanna sé ekki fyrst og
fremst að finna skjóta eða varanlega lausn
á öllum vandamálum, heldur að ajstýra
vandrœZum þangaðtil hinn hentugi tími
til endanlegrar lausnar rennur upp. Hann
rennur upp fyrr eða síðar. Það sannar
sagan. Ekkert vandamál er svo erfitt eða
þrálátt að ekki megi finna á því lausn
þegar aðstæður og viðhorf breytast. Þetta
er kannski veigamesta hlutverk Samein-
uðu þjóðanna á hinum pólitíska vettvangi:
þær koma í veg fyrir alvarleg vandræði,
þegar þau eru yfirvofandi, en ætla sér
ekki þá dul að leysa vandamálin endan-
lega.
Nú kunna einhverjir að benda á Kór-
eustríðið sem sönnun þess, að Sameinuðu
])jóðirnar séu ekki gersneyddar þvingunar-
og framkvæmdavaldi. Það er þó ekki alls-
kostar rétt. Lausn Kóreu-vandans, svo
langt sem hún nær (málið er enganveg-
inn útkljáð ennþá), er í rauninni undan-
tekning. Það vildi svo einkennilega til, að
Rússar höfðu nýverið gengið af fundi
öi-yggisráðsins, þegar Kóreu-stríðið kom
til sögunnar, og neituðu um skeið að sækja
fundi þess. Þeir gátu því ekki beitt neit-
unarvaldinu þegar um málið var fjallað,
og af þeim .sökum var Sameinuðu þjóðun-
um kleift að skerast i leikinn. Rússar liafa
hinsvegar ekki látið sig vanta á fundi
ráðsins síðan!
Aftur á móti beittu Sameinuðu þjóð-
irnar sinni sérstöku tegund af málamiðl-
un til að binda endi á Kóreu-stríðið og
tilgangslaust blóðbaðið þar. Styrjöldin var
stöðvuð, en endanleg lausn vandamálsins
er ekki í augsýn.
Sameinuðu þjóðirnar sendu öryggis-
AKRANES
sveitir tii Súez eftir árás Breta, Frakka og
Israelsmanna, en þessar sveitir geta naum-
ast talizt vísir að framkvæmdavaldi Sam-
einuðu þjóðanna. öryggissveitirnar fóru
á vettvang með samþykki beggja ófriðar-
aðilanna og í skjóli stórveldanna. Kjósi
einhver þessara aðila að afturkalla sam-
þykki sitt, verða sveitimar að hverfa heim
aftur. Þá er og þess að gæta, að hér er
alls ekki um að ræða fastaher Sameinuðu
þjóðanna, þótt sveitirnar lúti sameigin-
legri herstjóm þeirra. Nokkur meðlima-
ríki sendu þessar hersveitir til Súez, en
þau geta kallað þær heim hvenær sem
þeim hýður svo við að horfa.
Svipuðu máli gegnir um eftirlitssveitir
og vopnahlésnefndir Sameinuðu þjóðanna
í Kasmír, Kóreu og á landamærum Israels.
Hér að framan hefur verið rætt um þær
takmarkanir, sem há starfsemi Samein-
uðu þjóðanna á hinu pólitíska sviði. Þær
eru vissulega miklar og afdrifaríkar. Hins
ber þó jafnframt að gæta, að samtökin
hefðu ekki orðið til, ef þess hefði verið
krafizt af væntanlegum aðildarríkjum, að
þau legðu niður eða takmörkuðu fullveldi
sitt. Islenzku goðarnir á þjóðveldisöld
vildu ekki fórna sjálfstæði sínu fyrir
raunhæfa og sterka ríkisstjóm. Þjóðir
heimsins vilja ekki heldur fóma fullveldi
sínu fyrir raunhæfa og volduga alheims-
stjórn. Eigi að síður kann sá timi að renna
upp, að slík heimsstjórn verði talin æski-
leg, ef ekki bráðnauðsynleg.
KAUPIÐ,
LESH) OG GEYMH)
AKRANES
75
L