Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 52

Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 52
Þegar búið var að taka upp, var öllu grasi og hvers kyns óþverra safnað saman og farið með það ofan fyrir bakka. Engin skepna nema hans eigin mátti koma inn á lóðina, og mannaferð um hana var fyrirboðin. Húsi og girðingum var óvenjn- lega vel við haldið. Á sama hátt var einstök snyrtimennska inni í húsinu. Hver hlutur á sínum stað hjá báðum. Gróa var einnig óvenjulega þrifin og reglusöm. Hjá báðum gegndi sama máli um hreinleika og snyrti- mennsku að því er við kom fatnaði. Jón var vel greindur. Hann las allt sem hönd á festi. Fyrst og fremst allt íslenzkt, en einnig nokkuð á Norðurlanda- málum. Þannig þykir mér liklegt, að hann liafi eithvað lært dönsku á námsárum sín- um i Reykjavík, eins og að er vikið áður. Jón var því óvenjulega fróður og vel heima á mörgum sviðum, bæði um inn- lend og útlend efni. Hann var venjuiegast glaður og reifur. Honum þótti gaman að taka þátt í kappræðum. Var þá oft gaman að hlusta á Jón, en hann var ekki alltaf á sama máli og meiri hlutinn. Bæði vegna þess, að hann var greindari en almennt gerðist og fjöllesnari og vissi betur, eða mundi betur það, sem hann hafði lesið, svo og af þvi, að hann hafði ekki sérstaka iöngun til að samsinna. Einnig ritaði Jón mjög læsilega hönd. Jón var lítill vexti, en engan veginn að sama skapi lítill maður, eins og sjá má af því, sem hér var sagt. Þar stóð hann í heild sinni mörgum þeim á sporði, sem hærri voru í loftinu. Hann var snar í snúningum, fljótur til svars, fastmæltur og ákveðinn, og vafði honum enginn um fingur sér. Hann sagði hispurslaust mein- ingu sína, og gat oft verið beinskeyttur og meinyrtur. Hann var mjög vinnusamur yfirleitt, og notaði hverja stund, sem færi gafst til þess að lesa í hók. Hann var barn- góður, og þótti gaman að tala við börn, og hann var sérstakur dýravinur, eins og fyrr var sagt. Eins og áður er sagt var Jón lítill mað- ur og grannur og hafði því ekki miklum manni að má. En engan mann held ég að ég hafi þekkt, sem minna þjáðist af minni máttarkennd af þessum sökum. Hann bað engan um „gott veður“ þess vegna. Hann gat alveg eins snúizt á hæl og steytl hnefa fyrir það, því að hann skorti ekki skap, og var ekkert fyrir að láta í minni pokann. Fjárhagslega vildi Jón fyrir hvern mun standa á eigin fótum og helzt ekkert sækia til annarra, og heldur vildi hann svelta, en skulda mikið lil langframa. Honum var áreiðanlega illa við að skulda neinum manni neitt. Nýtni og sparsemi var Jóni runnin í merg og bein, og hefur auðvitað mikið hjálpað til um afkomuna. Gróa var ekki síður þrifin og hin myndarlegasta húsmóðir. Hún var lítil og grönn eins og Jón, en ekki eins greind eða lesin. . Jón gat á stundum verið dálítið snögg- ur upp á lagið, sérstaklega við þá, sem honum geðjaðist ekki að, og þurfti þá ek!;i alltaf mikið til. Átti þetta sérstaklega vr5 um allt sem skemmt var eða fært úr skorðum, er honum kom við innan húss eða utan, því að þar varð stórt og smátt að vera í föstum skorðum. Því ber ekki að neita, að hann gat oft verið um of ön- ugur við Gróu, en það varð ekki að meini, því að ekki rauk hún upp, heldur leiddi hjá sér rokuna með litlu viðnámi. Að gömlum sið mun .Tón hafa verið fast- heldinn á fé við konuna. Þetta átti þó ekki við matvælakaup til heimilisins. Alla þá aðdrætti annaðist hann sjálfur og var ekki til sparað, eftir því sem efni frekast leyfðu. 1 þeim efnum sem öðrum var Jón hinn hyggni, forsjáli búmaður. Þar keypli hann til hálfs eða heils árs, kjarnamat 120 A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.