Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 47
Tiniistarmiíl
* Samsöngur kirkjukóra
Borgarf jarðarprófastsdæmis.
Kirkjukórasamband Borgarfjarðarpró-
fastsdæmis minntist 10 ára afmælis síns
hinn 4. maí, með samsöng allra kóranna
hér í Bíóhöllinni. Söngstjórar voru Björn
Jakobsson og Magnús Jónsson, en organ-
leikarar voru Kjartan Jóhannesson og
Bjarni Bjamason. Um skeið hefur Kjartan
þjálfað kórana, og má segja, að furðu
gegni hve söngur þeirra er samiilegur, ef
miðað er við mannfæð í sveitunum og erf-
iðleika á nægjanlega miklum æfingum.
Þarna munu alls hafa sungið um 130
manns. Einu laginu stjórnaði Bjarni
Bjamascn frá Skáney, sem um tugi ára
hefur verið óþreytandi forvígismaður
Borgfirðinga innan Skarðsheiðar í söng-
málum héraðsins.
Allt félagslíf er dautt án söngs, messa
og kirkjuganga er ekki nema svipur hjá
sjón, ef ekki er sæmilegur söngur og sem
flestir kirkjugestir syngi með.
Ávörp fluttu: Biskup landsins, Ásmund-
ur Guðmundsson, Sigurjón Guðjónisson
prófastur og síra Jón M. Guðjónsscn.
★ Sinfóníuhljómsveit íslamls
á Akranesi.
I’essi heimsókn var 12. maí s. 1. Stjórn-
andi var Róbert A. Oltósson, en einsöngv-
ari Þorsteinn Hanncsson. Efnisskráin var
ágæt það sem hún náði, en hún var of
stutt. Leikur sveitarinnar var góður þótt
ekki væri hún fullskipuð og hljómsveitar-
stjórinn er ágætur. Ég er aldrei hrifinn
af söng Þorsteins Hannessonar, ])ótt á
stundum geri hann ýmsum verkefnum
sæmileg skil. Aðsókn var sæmileg, en betri
hefði hiin mátt vera.
★ Tónlistarskólinn.
Hann starfaði með svipuðu sniði og
áður. Flestir neinendurnir stunduðu píanó
leik, eða um 40. Þessir voru kennarar, frú
Anna Magnúsdóttir, sem jafnframt er
skólastjóri, frú Sigríður Auðuns, fní Helga
Volland og Magnús Jónsson. Árshátíð hélt
skólinn í janúar s. 1. þar sem skemmt var
með píanóleik, spilað á blokkflautu, ein-
leik á fiðlu, og svo kórsöng, undir stjórn
Magnúsar Jónssonar.
Skólanum var slitið 2. mai, en nem-
endatónleikar voru haldnir 3. júní.
Kenn.da fór fram í píanóleik, fiðluleik,
blokkflautu- og orgelleik. Allt er í óvissu
um húsnæðismál skólans, svo og um kenn-
ara næstu vetur. Þyrfti margvíslega að
hlúa betur að þessum visi en enn er gert,
þvi að ekki eykst menningin hér við að
leggja hann niður.
★ Karlakór Akureyrar.
Kórinn var nýlega í söngför um Suður-
land og söng fyrst hér á Akranesi. Á söng-
skránni voru 15 lög útlcnd og innlend, en
aulc þess söng kórinn nokkur aukalög.
Söngnum var mjög vel tekið, og var sæmi-
leg aðsókn. Kórinn er vel æfður, samstillt-
ur, og syngur mjög smekklega. Ekki eru
þar allt afburðaraddir fremur en gerist og
gengur, en áferðin og heildarsamræmi er
ágætt.
Söngstjóri var Áskell Jónsson, sem
gegnir sinu hlutverki af smekkvísi og ná-
kvæmni. Undirleik annaðist Guðrún Krist-
insdóttir ágætlega. Einsöngvarar voru: Ei-
rikur Stefánsson, Jóhann Konráðsson og
11/5
A K R A N E S