Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 53
Jón Gnömundsson.
Gróa Jónsdóttir.
sem gaf meira en kviðfylli. Honum var
illa við að vera smjörlaus, svo að þar mun
sjaldan hafa verið tómt smjörlíki á boið-
um. Kjöt vildi hann hafa na'gilegt og enga
búsveltu, en ýmislegt annað og óþarflegt
mátti og átti að spara frá hans sjónav-
miði. Sparsemi og nýtni var honum runn-
in í merg og bein. Bæði hefur honum
sjálfsagt verið það meðfa'tt, en einnig hef-
ur það mótast af ríkri þörf, því að þá óðu
menn ekki í peningum.
Þótt Jón færi svo vel með fjármuni
sina, var það ekki af meðfa'ddri eða á-
skapaðri nizku. Hann vildi fyrst og fremst
sjá hag sinum og sinna borgið, og þegar
það var tryggt, mátti fyrst leyfa sér eilt-
hvert frávik frá þessu nauðsynlega sjón-
armiði. Því að fáa menn eða enga hefi
ég þekkt, sem ver mundu hafa unað því
hlutskipti, að vera upp á aðra kominn
fjárhagslega.
Jón í lúaufási var tryggur þeim, er hann
batt vináttu við, en ekki var hann allra
vinur, og hann mundi lengi mótgerðir,
þótt ekki legði hann hatur á menn. Hann
var svo þroskaður maður og þjóðrækinn,
að hann sá vel að ýmislegt. vantaði, sem
ekki var hægt lengur að komast hjá i
nútima þjóðfélagi, þótt eldri kynslóðin
hefði orðið að fara þess á mis. Mætti þar
til nefna meiri menntun yfirleitt — og þá
ekki sízt kvenna. Þetta sjónarmið Jóns
kom bezt fram, er hann ánafnaði Akranesi
að sér látnum kr. 2000,00, helmmgurinn
skyldi renna til væntanlegs húsmæðra-
skóla á Akranesi, en helmingurinn til
ekknasjóðs sjódrukknaðra manna á Akra-
nesi.
í 34 ár vorum við Jón í Laufási ná-
grannar og góðir vinir þrátt fyrir mis-
eldri. Ætti ég þvi að þekkja á honum
nokkur deili. Býst ég við, að það sem hér
er sagt, fari nokkuð nærri réttu lagi urn
skaphöfn hans.
Þessi voru börn þeirra Jóns og Gróu:
í.Kristján, sjómaður, kvæntur Sylvíu
Þorláksdóttur frá Isafirði. Hann
drukknaði af kútter Valtý. Þeirra syn-
ir eru:
a. Gústaf, bifreiðastjóri, kv. danskri
konu, Musse að nafmi. t’au eiga 4
böm.
AKRANES
121