Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 27
á því, að landar sínir fengju að vita, um
hvað verið væri að hugsa í heiminum, að
hugur þeirra beindist meir en verið hafði
að samtíðinni og viðfangsefnum hennar,
að menn hættu að trúa í blindni á hinar
og þessar fullyrðingar og kenningar, en
rannsökuðu allt sjálfir og héldu því einu,
sem gott reyndist, en köstuðu hinu fyrir
borð. Greiðasta leiðin til að kenna mönn-
um þetta héldu þeir að væri sú, að nota
skáldskapinn til þess; hann átti að sýna
lífið og mennina eins og það er, en ekki
bregða yfir það ósönnum fegurðarhjúp.
Fyrsta krafan til góðrar skáldsögu átti ekki
að vera sú, sem börn og óþroskað fólk
gjörir ráð fyrir, að hún fari vel, heldur sú,
að hún sýndi sanna mynd af sálarlifi
þeirra manna, er hún segir frá og leiddi í
ljós hvernig örlög þeirra væru rökrétt af-
leiðing af skapferli þeirra og þeim ytri
kjörum, sem þeir ættu að búa við. Þeir
trúðu þvi fastlega að í mannlífinu væri
allt föstum og órannsakanlegum lögum
háð, alveg eins og í riki náttúrunnar. Það
má óhætt eigna þeim skoðun þá, sem
Gestur Pálsson leggur lækninum i munn
í sögunni „Grímur kaupmaður deyr“, sem
raunar var samin nokkrum árum síðar, að
lífið sjálft heimti reikningsskil fyrir orð
og gjörðir fyr eða siðar. Þess vegna á að
vera hægt að leiða örlög söguhetjanna
rökrétt út af skapferli þeirra og ytri ástæð-
um. Það er ljóst, að ef svona er litið á,
getur engin þekking verið nauðsynlegri
en þekkingin á mannlifinu og lögum þess
og engin vanþekking háskalegri en á því.
Nú er það einmitt skáldanna hlutverk að
sýna þessi lög þótt óbeinlínis sé, einkum
leikrita- og söguskáldanna; af því er ljóst,
að skáldskapurinn er ekkert barnaleikfang,
heldur eitt hið mest-varðandi menningar-
meðal; hami á engu síður að lýsa því ljóta
og illa i mannlífinu en því fagra og góða,
því að ekki er hægt að varast hið illa né
ráða bót á því, nema því sé lýst svo, að það
þekkist. En umfram allt á hann að vera
sannur, þvi að annars leiðir hann á villi-
götur í stað þess að leiðbeina.
Að vísu er þessi stefnuskrá hvergi sett
fram í Verðandi, því að þeir félagar sendu
ritið frá sér formálalaust, en að þetta hafi
vakað fyrir þeim, sést ljóslega af ritinu og
starfi þeirra næstu árin. Reyndar er það
svo, að þótt þessi stefnuskrá væri að
mörgu leyti réttmæt, þá er það í rauninni
allt of þröngur stakkur sem skáldskapnum
er hér skorinn. Það sést bezt á því, að
mörg ága'tustu skáldverkin sem til eru, og
hlotið hafa lof og aðdáun sjálfra realist-
anna eða veruleikaskáldanna — þeirra
stefna er það, sem hér hefur verið lýst —
gæta alls eigi listareglu þeirrar, sem hér
hefur verið sett fram. Báðar stefnurnar
eiga i rauninni fyllsta rétt á sér, baaði sú,
er vill lýsa lifinu eins og það er, og hin,
sem vill sýna hvernig það eigi að vera, og
báðar eru í rauninni hugsjónastefnur
(idealista) realistastefnan lika, þótt ekki
vildu þeir við það kannast, því að þegar
realistarnir lýsa því ljóta og illa i lífinu
þá liggur jafnan á bak við mótsetning
þess, hugsjón hins góða og fagra; um leið
og þeir segja upp hátt: svona er það, þótt
ljótt sé, segja þeir i hljóði eða óbeinlínis:
svona á það ekki að vera, heldur þvert á
móti. öll list, sem það nafn á skilið, ber
hugsjónafánann hátt; það liggur i eðli
hennar (sbr. Sig. Ibsen í Tilskueren 1909
bls. 52). Og það gjörðu einmitt rit Verð-
andimanna, þau sem hér er rætt um.
En þó Verðandimenn tækju að sumu
leyti fulldjúpt í árinni, þá er það ekki
annað en vanalegt er, þegar nýjar stefnur
eru að ryðja sér til rúms. Þær eiga jafn-
an undir högg að sækja, þar sem er sú
stefnan, er áður drottnar og allajafna er
sjálf komin út í öfgar, og því eðlilegt að
eigi sé í öllu gætt hófs og að sumt nýtilegt
A K R A N E S
95