Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 6
stríðir gegn „hagsmunum“ einstakra með- limaríkja, og af því leiðir, að vald þeirra á hinum pólitiska vettvangi er bundið vilja og jafnvel duttlungum þessara rikja eins- og dæmin hér að framan sanna. Við Islendingar eigum kannski auðveld- ara með að gera okkur grein fyrir þessu en flestar þjóðir aðrar, þarsem við eig- um í sögu okkar mjög áþekka pólitiska skipan þeirri sem hér um ræðir. ísland var hyggt af höfðingjum, sem hver um sig stofnsetti sjálf.stætt „ríki'1 víðsvegar um landið. Segja má, að framtil 930 hafi ástandið á Islandi verið eins- konar dvergmynd af ástandinu sem ríkti i heiminum áðuren Þjóðabandalagið og Sameinuðu þjóðirnar komu til sögunnar: sjálfstæð ríki, sem höfðu hvorki sameig- inlega löggjafarsamkomu, framkvæmda- vald né dómsvald. Góðir menn á íslandi sáu, að við svo búið mátti ekki standa, ef þeim átti að verða vært í landinu. Þeir höfðu því for- göngu um stofnun sameiginlegs löggjafar- þings þarsem fyrirmenn allra smáríkjanna (goðorðanna) kæmu til að bera saman bækur sínar og útkljá deilumál milli ein- stakra „ríkja“ eða þegna þeirra. Við þekkj- um alla þá sögu útí æsar, svo óþarft er að rekja hana hér, en vert er að gefa því gaum, að Alþingi var að verulegu leyti í höndum goðanna sem réðu þar úrslitum allra mála á sama hátt og stjómir með- limaríkja Sameinuðu þjóðanna ráða úr- slitum mála á Allsherjarþinginu. Alþingi var með öðrum orðum valda- laust, ef atkvæðamiklir goðar, einn eða fleiri, ákváðu að fara sínu fram og virða samþykktir þingsins að vettugi. Það hafði engan her eða lögreglu og engin ráð til að þvinga menn til hlýðni við lögin. Framkvæmdavaldið var algerlega í hönd- um goðanna, og það var undir eindrægni og samvinnu þeirra komið, hvort friður rikti og ályktanir þingsins voru virtar. Al- þingi setti sameiginleg lög, en dæmdi að- eins í þeim málum, sem ekki vom „innan- ríkismál“ einstakra goðorða. E11 ])að hafði hvorki vald til að hegna mönnum né hrinda öðrum ályktunum sínum í fram- kvæmd. Allt slikt vald var í höndum goð- anna. Alþingi hafði einn embættismann, en hann hafði engin pólitisk völd og ekkert framkvæmdavald. Hann var einungis „op- inber embættismaður“, sem innti af hendi ákveðin skipulagsstörf i umboði goðanna. Hann tók ekki virkan þátt í störfum þings- ins, mátti ekki fella dóma, ekki reka mála- ferli eða hegna mönnum. Islenzki lög- sögumaðurinn gegndi i öllum höfuðatrið- um samskonar störfum og framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna gegnir nú. Þessi lauslega mynd af Alþingi íslend- inga á þjóðveldistímanum er sláandi Hk Sameinuðu þjóðunum og starfrækslu þeirra. Þjóðveldið riðlaðist þegar sundr- ungaröflin náðu yfirhendinni og einstakir goðar tóku að fara sínu fram og hunza sameiginleg lög landsmanna. Framtið Sameinuðu þjóðanna er undir því komin, að meðlimaríkin virði lög þeirra og hug- sjónir (þ. e. stofnskrána). Kjósi eitthvert öflugt ríki að ganga í berhögg við vilja Sameinuðu þjóðanna eru þær vamarlaus- ar og máttlausar, nema sérstaklega standi á einsog og síðar skal vikið að. Þegar vandkvæðin, sem skapazt hafa af eðli og starfsháttum Sameinuðu þjóðanna, eru höfð í huga, má það vera hverjum manni ljóst, að árangurinn sem þrátt fyrir allt hefur orðið af starfi þeirra er harla merkilegur. Samtök sem liafa lítið sem ekkert þving- unar- eða framkvæmdavald verða að fara sinar eigin leiðir til að afstýra vandræð- um. Helzta vopn Sameinuðu þjóðanna er málamifilun. Hin alvarlegu átök i 74 A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.