Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 36

Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 36
Dr. FriSrik FriSriksson Þótt oft hafi verið minnzt á síra Frið- rik Friðriksson í þessu riti, er það ekki of oft, og ómaklegt væri það, að minnast ekki á níræðisafmæli þessa mæta manns, en það átti hann 25. maí. Þrátt fyrir þenn- an háa aldur er hann flestum yngri í and- anum og hleypidómalausari um menn og málefni. Þá hefur þetta rit átt því lán: að fagna, að hafa um mörg undanfarin ár átt þess kost að birta framhald sjálfs- ævisögu hans, sem er lærdómsrík, sönn og lifandi. Af henni er nokkuð eftir í pokahorninu, sem dregizt hefur að birta vegna fjarveru uppeldissonar hans, Ad- olfs Guðmundssonar, sem um hríð hefur dvalið í öðrum löndum. Síra Friðrik er undramaður á marga lund. Líklega náigast hann það allra fs- lendinga mest að vera „helgur“ maður, 104 Nírreður nift/nmuður allL frá þvi hann var vatni ausinn, aðeins sjö mínútna gamall, og þá skírður skemmn skírn. Síra Friðrik er nú samt ekki al- deilis á því, að hann hafi fæðzt með glor- iu um höfuðið, né hið langa líf hafi tryggt honum slíkan geislabaug. Þvert á mól i segist hann vera syndugur maður og hafi byrjað snemma á þeirri iðju, t. d. þegar hann á barnsaldri boraði sjö göt á svefn- herbergishurð foreldra sinna í Litla-Dal. Þótt hinn ungi sveinn vissi það ekki þá, veit hann það manna bezt nú, að þetta er talin heilög tala. Verður honum því vart reiknað þetta til syndar, því að eins vel má segja, að hann hafi með þessu unggæðislega afbroti á táknrænan hátt með tölunni sjö ráðizt til samfelldrar, virkrar þjónustu við Guðs málefni. Síra Friðrik er mikill stærðfræðingur og reikni- AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.