Akranes - 01.04.1958, Síða 36

Akranes - 01.04.1958, Síða 36
Dr. FriSrik FriSriksson Þótt oft hafi verið minnzt á síra Frið- rik Friðriksson í þessu riti, er það ekki of oft, og ómaklegt væri það, að minnast ekki á níræðisafmæli þessa mæta manns, en það átti hann 25. maí. Þrátt fyrir þenn- an háa aldur er hann flestum yngri í and- anum og hleypidómalausari um menn og málefni. Þá hefur þetta rit átt því lán: að fagna, að hafa um mörg undanfarin ár átt þess kost að birta framhald sjálfs- ævisögu hans, sem er lærdómsrík, sönn og lifandi. Af henni er nokkuð eftir í pokahorninu, sem dregizt hefur að birta vegna fjarveru uppeldissonar hans, Ad- olfs Guðmundssonar, sem um hríð hefur dvalið í öðrum löndum. Síra Friðrik er undramaður á marga lund. Líklega náigast hann það allra fs- lendinga mest að vera „helgur“ maður, 104 Nírreður nift/nmuður allL frá þvi hann var vatni ausinn, aðeins sjö mínútna gamall, og þá skírður skemmn skírn. Síra Friðrik er nú samt ekki al- deilis á því, að hann hafi fæðzt með glor- iu um höfuðið, né hið langa líf hafi tryggt honum slíkan geislabaug. Þvert á mól i segist hann vera syndugur maður og hafi byrjað snemma á þeirri iðju, t. d. þegar hann á barnsaldri boraði sjö göt á svefn- herbergishurð foreldra sinna í Litla-Dal. Þótt hinn ungi sveinn vissi það ekki þá, veit hann það manna bezt nú, að þetta er talin heilög tala. Verður honum því vart reiknað þetta til syndar, því að eins vel má segja, að hann hafi með þessu unggæðislega afbroti á táknrænan hátt með tölunni sjö ráðizt til samfelldrar, virkrar þjónustu við Guðs málefni. Síra Friðrik er mikill stærðfræðingur og reikni- AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.