Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 23
straumurinn sór okki, og ekki or nema
hálfsögð sagan af sjálfum Jóni Sigurðs-
syni og öðrum þjóðlegum forvígis-
mönnum vorum á 18. og 19. öldinni þeg-
ar andlegra lireyfinga og strauma i Dan-
mörku og öðrum menmingarlöndum álfu
vorrar fyrir og um þessa daga er að
engu getið.
Það hefur oft verið sagt, að stjórnar-
byltingin mikla á Frakklandi liafi vakið
þjóðirnar af dái, og má það að sumu leyti
til sanns vegar færa, en eigimlega var
það samt yfirgangur Napóleons mikla
sem fyrst ýtti við þjóðunum að gagni. Hin
gjörsamlega fyrirlitning hans á öllu þjóð-
erni varð einmitt til þess, að vekja þjóð-
ernistilfinninguna meðal þeirra þjóða,
sem mest fengu að kemma á gjörræði hans,
og að síðustu fór svo að þjóðin þýzka, sem
var sundruð í ótal smáríki, er oft höfðu
legið í sifelldum illdeilum innbyrðis,
reis upp sem einn maður til að hrinda
af sér oki hans. Þar, á Þýzkalandi, var
allt frá því um aldamót ný þjóðleg stefna
tekin að ryðja sér til rúms bæði í heim-
speki og skáldskap, stefma, sem sérstaklega
sneri sér að fortíð landsins og sameigin-
legum þjóðlegum minningum, og var því
einkar vel fallin til að vekja og glæða
þjóðernistilfinninguna og magna mót-
spymumenn gegn kúgun Napóleons. Það
var ekki sízt að þakka þeirri þjóðlegu
stefnu og guðmóði þeim, er hún vakti, að
Napóleon varð ofurliði borinn að síðustu
og þjóðhöfðingjar þeir, er hann hafði rek-
ið frá ríkjum, gátu aftur sezt að erfða-
löndum sínimi. En miðlumgi góðu gengi
átti hún þó að fagna hjá þeim á eftir;
meðam hinn sameiginlegi óvinur, Napóle-
on, vofði yfir, gáfu þeir henni undir fót-
inn lieldur en hitt, en er hann var frá og
engrar hættu lengur að vænta úr þeirri
átt, fóru þeir að kreppa að henni á ýmsa
lund, því að þeir höfðu beyg af frelsis-
hreyfingum þeim, er hún hafði í för með
sér. Og svo liðu mörg næstu ár, að „banda-
lagið helga“, er þjóðhöfðingjar álfunnar
stofnuðu með sér, bældi með harðri hendi
allar frelsis- og þjóðernishreyfingar hvar
sem á þeim bólaði og reynt var að koma
þeim fram í verki. Allt, sem prentað var,
var háð strangri ritskoðun, enginn félags-
skapur mátti eiga sér stað nema með leyfi
og eftirliti stjórnarvaldanna, allt var i'ig-
bundið og engin hreyfing möguleg. Menn
reyndu því að gleyma hinni dapurlegu
nútíð, héldu að sér höndum og létu sig
dreyma um betri daga, ekki svo mjög í
framtíðinni — það var tæpast leyfilegt —
sem í fortíð þjóðarinnar. Menn sökktu
sér niður í miðaldasögu þjóðar sinnar, og
skáldunum varð hún og þjóðsagnirnar
ótæmandi yrkisefni. Þau sáu „álfaslot
hverjum í hamri“, og miðaldirnar í hin-
um glæsilegustu hyllingum, svo að forui-
öld Grikkja og Rómverja, sem 18 öldin
dáðist mest að, þótti nú lítils verð í sam-
anburði við hina glæsilegu riddaraökl.
Yfir höfuð litu skáldin smáum augum á
nútíðina og veruleikann, þótti varla ó-
maksins vert að lýsa því, en lifðu drauma-
lífi langt aftur í öldum. Og þjóðin ein-
blíndi á hina ágætu forfeður, sem skáld-
in og sagnaritaramir kepptust við að
mála með sem fegurstum litum, og hún
lagðist í hálfgjört draumalíf, eins og
skáldin.
Það er ljóst, að þegar þjóðlega stefnan
var komin á þessar slóðir, fór hún ekki
að verða hættuleg fyrir þjóðhöfðingjana,
heldur þvert á móti. Þegar allur hugur
þjóðarinnar beindist að löngu liðnum tima
en frá nútíðinni og veruleikanum, þá var
síður hætt við að hún fyndi livar skór-
inn kreppti nú. Bandinginn, sem sefur
og er að dreyma hugljúfa drauma, finn-
ur ekki til fjötranna á meðan. Það var
því fjarri því að valdhafarnir ömuðust
A K II A N E S
9i