Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 4
þjóðunum að skipta sér af málum, sem
koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu
ríkis (domestic jurisdiction), eða skyldar
meðlimi til að leggja slík mál fyrir til
lausnar samkvæmt þessum sáttmála; þessi
grundvallarregla skal samt ekki hindn
framkvæmd þvingunaraðgerða samkvæmt
VII. kafla“. (Sá kafli fjallar um aðgerðir
vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása).
Takmark þessara ákvæða er i sjálfu
sér réttmætt og gott, en orðalagið er svo
loðið, að það hefur leitt af sér mismun-
andi túlkun og mikla misklíð. Spurningin
er hver eigi að ákveða hvaða mál séu í
aðalatriSum innanríkismál. Hingaðtil
hafa öll riki, sem töldu sér hag að þv:,
skotið sér bakvið þessi ákvæði og sjálf
ákveðið hvað væri innanríkismál og hvað
ekki. Við getum tekið þrjú nærtæk da:mi
til að skýra þetta.
Hinir voveiflegu atburðir við Súez-
skurðinn haustið 1956 hófust með því, að
Nasser forseti Egyptalands þjóðný'li
skurðinn. Starfræksla hans hafði fram að
þeim tíma verið hundin alþjóðlegri reglu-
gerð, sem Egyptar áttu aðild að. Þeir
höfðu ítrekað skuldhindingar sínar í þessu
sambandi í sáttmálanum, sem þeir gerðu
við Breta þegar hinir síðamefndu fluttu
herstyrk sinn frá Súez-svæðinu. öll riki,
sem höfðu hagsmuna að gæta vegna sigl-
inga um Súez-skurðinn, tóku þjóðnýtingu
Egypta mjög óstinnt upp. Bretar og Frakk-
ar vildu halda Sameinuðu þjóðunum utan
við málið, þó það væri greinilega alþjóð-
legt vandamál. Átján ríki, sem áttu 95%
af skipakostinum sem fór um skurðinn,
komu sér saman um að semja við Egypta
um alþjóðlega starfrækslu hans. En
Nasser tók því fjarri og henti á, að það
stríddi gegn fullveldi og sjálfsvirðingu
Egypta að semja um eign, sem greinilega
væri egypzkt landsvæði. Það er athyglis-
vert, að aðgerðir Egypta hefðu verið skv-
laust hrot á alþjóðalögum áðuren sjöundi
liðurinn í annarri grein stofnskrár Sam-
einuðu þjóðanna kom til.
Annað sláandi dæmi er Alsír-málið.
Það var tekið fyrir af AllsherjarJ)inginu
vegnaþess að hér var greinilega um ógn-
un við heimsfriðinn að ræða. Frakkar
bentu hinsvegar á, að lagalega væri Alsír
hluti af Frakklandi og því væri Alsí.-
vandamálið algert innanríkismál. Franska
sendinefndin gekk af fundi og fór heim,
þegar Alsír-málið var tekið til umræðu á
Allsherjarþinginu haustið 1955.
Það var kaldhæðni sögunnar, að Frakk
ar fengu Breta í lið með sér haustið 1956
til að steypa Nasser af stóli vegna afskipta
hans af Alsír-málinu, einsog Frakkar oið-
uðu ])að. Með þessum svonefndu „lög-
regluaðgerðum", sem fóru að visu útu.n
þúfur, sönnuðu Frakkar öllum ])jóðum, að
Alsír-málið er elíki einbert innanríkismá1.
sem þeir geti leyst á eigin spýtur.
Þriðja og átakanlegasta dæmið er harm-
leikurinn i Ungverjalandi. Árið 1955 varð
Ungverjaland meðlimur Sameinuðu þjóð-
anna. Bússar voru meðal þeirra rikja.
sem eindregið mæltu með upptöku Ung
verja í bandalagið. Af þessu leiddi, að
Ungverjar fengu algert jafnrétti við aðr-
ar þjóðir og óskoraðan sjálfsákvörðunar-
rétt (gr. 1:2 og 2:1). Rússar. hafa hvað
eftir annað ítrekað, að stjórnskipun og
réttarfar hvers ríkis sé algert innanríkis-
mál. Svo gerir ungverska þjóðin uppreisn
gegn kommúnisku stjórnarfari í landinu,
sem hafði verið þröngvað uppá hana af
hernámsliði Rússa á striðsárunum, og
krefst þess að fá sjálf að ákveða framtið
sína í frjálsum kosningum. Var svo langt
komið, að sett hafði verið á laggirnar
hyltingarstjórn, sem hét að verða við kröf-
um þjóðarinnar. En þá komu hersveitir
Rússa á vettvang, steyptu hyltingarstjórn-
inni og settu upp leppstjórn, sem „bað
72
AKRANES