Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 42
þeim fylgdu. Engin sjúkleg mannvonzka
svo djöfulleg, að hann þekkti ekki regin-
djúp hennar.
í harmleiknum „Faðirinn“ sýnir
Strindberg okkur hvernig mannvonzka
konu leggur lífshamingju eiginmanns
hennar í rústir og sviptir hann að siðust'i
vitinu. Þetta er stórkostleg persónusköpun,
aðeins mætti finna henni það til foráttu,
FAÐIRINN: — Arndís Björnsdóttir
í hlutverki fóstrunnar.
að hún er fullill, það örlar hvergi á góð-
semi, þaðan af siður ást. Eigingirnin og
mannvonzkan ráða einar lögum og lofum
i hugarheimi þessarar konu, sem er prýði-
lega leikin í Þjóðleikhúsinu af Guðbjörgu
Þorbjarnardóttur. Guðbjörgu hefur tekizt
að greipa slikan ískulda í svip sinn, að
hrollur fer um áheyrendur allt aftur á
öftustu bekkina í Þjóðleikhússsalnum. En
jafnframt kuldanum birtist í fasi Guð-
bjargar meiri virðuleiki en ég minnist að
hafa séð hana sýna áður og hefur henni
þó oft vel tekizt hvað virðuleika snertir.
Riddaraliðsforingjann mann hennar
leikur Valur Gíslason. Valur er eins og
öllum leikhúsgestum er kunnugt einn
þeirra leikara, sem aldrei bregðast, en í
þetta sinn leikur hann ógleymanlega. Það
gengur töfrabrögðum næst hvernig hann
breytist úr virðulegum en jafnframt ó-
hamingjusömum riddaraliðsforingja i
sturlaðan mann, sem hefur drukkið í
botn bikar dýpstu sorga og vonbrigða.
Með djöfullegum fláttskap hefur konan
lians snúið dótturinni, sem hann ann hug-
ástum, frá honum og jafnvel vélað fóstru
hans (Amdís Björnsdóttir) til þess að
færa hann í spennitreyju. Arndís leikur
þessa gömlu konu með ágætum. Hún or
eina persóna leiksins, sem alltaf lætur
stjórnast af því sem hún telur öðrum
fyrir beztu. Innileikinn í rödd hennar,
]>egar hún sefar hirin geðsjúka mann, er
með því hugþekkasta, sem heyrzt hefur
á sviði Þjóðleikhússins.
Ása Jónsdóttir vex af meðferð sinni á
dótturinni, Bertu, en hlutverkið er of lítið
til ]>ess að sýna veruleg tilþrif.
Haraldur Bjömsson skapar ágætan
prest, sem brynjaður guðs orði og góðum
siðum frá hvirfli til ilja forðast að gera
rétt og þola ekki órétt. Erlingur Gislaso'i
fer þokkalega með Nöjd, en tækifærin til
afreka eru litil í þvi hlutverki.
Jón Aðils skapar prýðilegan efasemda-
mann í hlutverki læknisins, sem ekki veit
hverju hann á að trúa en dregur mjög í
efa sálsýki riddaraliðsforingjans. Með til-
liti til þess hversu skammt sálsýkifræði
var á veg komin á þeim árum þegar
Strindberg samdi leikrit þetta, verður ekki
annað sagt en læknirinn sleppi furðu vel
frá þessu leiðindamáli öllu saman.
Það fer ekki milli mála, að „Faðirinn"
er ein allra bezta sýning, sem sýnd hefur
verið í Þjóðleikhúsinum og eiga Lárus
Pálsson leikstjóri og leikendur allir heiður
skilið fyrir hversu vel hefur tekizt.
Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið
110
AKRANES