Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 30
unni, og stendur það kvæði þó langt að
baki xnörgum öðrum af kvæðum Hannesar
i Verðandi, t. d. ferðakvæðunum sumum.
En það var eitthvað þjóðlegt við efnið,
sem mönnum gazt vel að, og það því frem-
ur, sem mönnum fannst anda einhverjum
óþjóðlegum útlendum gusti úr ritinu að
öðru leyti.
Og alþýðumenn eru næmari á slíkt en
margir kunna að ætla. Það er satt þetta,
að sá andlegi straumur, sem hreif Verð-
andimenn og knúði þá til að hefjast handa,
hann var fremur af útlendri en þjóðlegri
rót, eins og áður hefur verið sýnt. Og
sjálfum var þeim það fulllióst, enda munu
um þær mundir hafa litið fremur smá-
um augum á margt það, sem þjóðlegt var
kallað. Allir kannast við vísuna eftir
Hannes Hafstein:
Vertu ekki’ að aka þér,
ættlands frjálsi blómi;
bara’ ef lúsin íslenzk er,
er þér bitið sómi.
En þetta er auðvitað skop um kenning-
ar þeirra manna, sem telja að allt sé feng-
ið ef eitthvað er þjóðlegt. Og Gestur Páls-
son gerði minna úr fomöld vorri og forn-
bókmenntum en nokkur maður annar fyr
og síðar. f fyrirlestri sem hann hélt í
Reykjavik 1889 um menntunarástandið
á fslandi segir hann, að í rauninni eigum
vér engar bókmenntir er því nafni geti
heitið, hvorki að fomu né nýju, og áhrif
fornsagnanna á þjóðina telur hann vafa-
samt hvort ekki hafi verið fremur ill en
góð, því að þó að þakka megi þeim að
nokkru þjóðernishreyfinguna og glæðingu
sjálfstæðistilfinningarinnar í 19. öldinni,
þá hafi þær á hinn bóginn dregið nokkurs
konar nautsbelg af ástæðulausu þjóðern-
isdrambi yfir okkar lítilsigldu og fámennu
þjóð, togað hana burt frá áhrifum annara
þjóða og reifað hugsunarháttinn úreltum
hugmyndum frá fornöld, enda sýni verkin
merkin: Allt innihald einstaklinganna séu
gamlar hugsanir og úreltar hugmyndir,
eintómar afturgöngur svo að maður geti
orðið myrkfælinn af að hugsa um andlega
lífið á íslandi.
En því glöggar sem þeir félagar sáu eða
þóttust sjá, að margt af þvi, sem þjóðlegt
var kallað, var lítils virði og úrelt, því
meiri hvöt var fyrir þá til að reyna að
veita inn nýjum straumum, því að þar
var hugurinn, eins og svo oft áður fyrir
íslenzkum menntamönnum i Kaupmanna-
höfn, að fá þeim framförum stað á ætt-
jörð sinni, sem þeir kynntust erlendis. Sú
hugsun kemur ljóst fram í þessum visum
Hannesar Hafsteins frá þeim árum:
Ég vildi’ ég fengi flutt þig skógur heim
í fjallahlíð og dalarann,
svo klæða mfettir mold á stöðvum þeim,
er mest ég ann.
0, gaati’ eg mér í heitan hringstraum
breytt,
eins heitan eins og blóð mitt er,
þú ættarland, og straummagn streymdi
heitt
við strendur þér.
Og gæti’ eg andað eins og þýður blær
um alla sveit með vorsins róm,
þá skyldi þíðast allur is og snær,
en aukast blóm.
Þótt svo væri tilætlazt í fyrstu, að
Verðandi yrði timarit, fór svo, að hún
kom ekki út aftur; mestu hefur sjálfsagt
valdið, að viðtökurnar, sem ritið fékk,
voru ekki svo góðar, að nein von væri um
að útgáfa þess gæti svarað kostnaði, en
útgefendurnir fátækir stúdentar, ekki af-
lögufærir, enda fengu þeir fjárstyrk frá
Tryggva Gunnarssyni til að gefa út þetta
eina hefti, sem út kom. Nokkru kann það
AKRANES