Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 19

Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 19
lengi er Eiðurinn lians á leiðinni og ætti hann nú bráðum að fara að sjást í heild. Einar Hjörleifsson hefur ekkert kveðið. En hann hefur aftur á móti ritað lengstu söguna, sem fæðzt hefur á árinu. Það er Rrúin, prentuð í Eimreiðinni. Hún er skipulega samin; ýmsu er þar laglega lýst og sumt er þar dável athugað. En í heild sinni er sagan þó fremur ómerkileg og kemst ekki til jafns við eldri sögur hans. Frá Hannesi Hafstein liefur ekkert, eða mjög lítið sést frumkveðið, en þýðingar hafa komið frá honum ba'ði í Tímariti Bókmenntafélagsins og í Þjóðólfi, flestar eftir Heine. Það er ekki rétt af skáldi, sem fengið hefur á sig jafmnikið orð og Hannes Hafstein, að vera að láta frá sér smákvæðaþýðingar, ekki merkilegri en þessar eru. Því kveðskapur Heines var hér áður kunnur, fyrst og fremst af stæl- ingum Jónasar og svo af þýðingum Stgr. Thorsteinsson og eru þær betri en þýð- ingar Hannesar. Menn ættu annars að lara að skilja, að bókmenntir okkar græða lítið á þessum smákvæðaþýðingum, sem svo mikið hafa verið tíðkaðar á siðari tím- um. Og betur hefði það verið gert af Hannesi, að sýna, ])ótt ekki hefði verið nema eitt eða tvö frumsamin kvæði í stað þessara þýðinga. En þau þrjú skáld, sem hér hafa verið nefnd, eru nú orðin föst í rásirmi, þótt ekki liggi mikið eftir ])au að vöxtunum, hvert um sig. Og allflestir munu nú taka á móti kvæðum þeirra, þótt ný séu, eins og gömlum kunningjum. En þeir, sem með glöggara auga fylgja þeim hinum smáu straumbreytingum i andlega lífinu hjá okkur, þeir líta lengra fram, til þess yngsla og óþekktasta, sem að garði ber, og ekki á fyrir eldri og nákomna ættingja eða vel metna kunningja, sem greiða því veginn. Og hér skal nú haldið lengra nið- ur eftir. Á Einari Benediktssyni hefur lítið bor- ið í bókmenntum okkar fyrr en árið sem leið; hann hafði aðeins ort nokkur kvæði, sem fæstir gáfu gaum að. Fáein ný kvæði hafa sést frá honum á þessu ári. Bezt af þeim er kvæðið „Norðurljós“, sem staðið liefur í Sunnanfara. Ætla má einnig, að eftir hann séu nokkur kvæði, sem staðið hafa í „Dagskrá“, sum nafnlaus og önn- ur með ókennilegum merkjum, svo sem Tvö kvæSi, sem þar stóðu einu sinni í vet- ur. Ég skal taka fram tvö erindi úr kvæð- inu Á krossgötum. 1 heild sinni er ekkert stórvægilegt við það, en þessi erindi eru mikið góð: „Þetta eitt lief ég lært, — ég stend einn með vilja, nthýstur, frjáls, þar sem götur skilja; og tælinn í ástum og tvímáll i svörum ég tryggðaeið finn mér brenna á vörum. ftg á mér nú tni og efa lil hálfs, mín ást er án votiar, mitt ljóð án máls. — Og j)ó sver ég ástum og óði án tafar mina æfi frá þessum degi til grafar". Einar liefur lítið ort og svo lítur út sem honum muni fremur stirt unt að kveða. En hann er liugsjónamaður, rikur að hug- myndum og einkennilegur. Vafalaust mundi honum láta betur að binda sig ekki við rim og hendingar, en yrkja i óbundnu máli. Ein stutt saga hefur sést frá honum, ValshreiSriS í „Dagskrá"; það eru dágóðir sprettir í henni, en byggingin nokkuð viðvaningsleg og söguþræðinum ekki vel haldið. Bétt mun og að eigna Einari greinar HarSar í „Dagskrá“ og er sumt af því sem þar er skráð, hið bezta sem eftir hann liggur. Auðvitað eru þær misjafnar og margar þeirra lítils virði, en sumar eru svo vel ritaðar, að þær hljóta að teljast til þess, sem bætzt hefur bók- menntum okkar á liðnu ári. Hér mætti A K B A N E S fi7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.