Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 24
við skáldimum, er þessari stefnu fylgdu,
enda voru, að undanteknum einstaka upp-
reisnargjörnum anda eins og Heine, skáld-
in, sem þeirri stefnu fylgdu, rómantísku
skáldin svo kölluðu, auðsveipustu þegnar,
og sízt eggjandi neirrna stórræða á breyt-
inga- eða byltingaátt.
Hættan, sem þjóðunum var búin af
rómantízku stefnunni, er hún var búin
að gagntaka þær og komin út í öfgar, var
þá annars vegar þessi, að þær misstu sjón-
ar á endurbóta- og frelsishugsjónum þeim,
er upphaflega höfðu verið í för með
henni, og hún þá gefið byr undir báða
vængi, að þær gleymdu hinu bágborna
nútiðarástandi yfir glæsilegum fortíðar-
hyilingum og töfrandi skáldadraumum
um imyndaða gullöld einhvern tíma i
fyrndinni. En hins vegar var sú haíttan
ekki minni, er stafaði af því, að með
þessu lagi gátu þjóðirnar enga þekkixigu
fengið á sér og kröftum sínum og vissu
því ekki hvað þær máttu bjóða sér ef
til þurfti að taka, haítti til að telja sér
flesta vegi færa, afkomendum kappanna,
sem höfðu marga í höggi, og líta smáum
augum á aðrar þjóðir. Þegar þess er gætt,
að ef til vill er ekkert jafn áríðandi hvoj t
heldur einstaklingum eða heilum þjóðum
og það, að þekkja nokkurn veginn rétt
sinn og krafta sína í hlutfalli við þá sem
saman við er að sælda, þá er ljóst, að hér
var um hættu að ræða, sem beint gat
orðið að lífsháska, ef smáþjóð átti í hlut.
Að því varð Dönum um og eftir miðja
öldina.
Rómantiska stefnan hafði borizt til
þeirra rétt eftir 1800. Hún varð þar sem
annars staðar til að beina huganum að
fortíð þjóðarinnar. Áður höfðu skáldin
mjög valið sér yrkisefni úr goðafræði og
■sögu Grikkja og Rómverja. Nú var yrkis-
efnanna leitað í goðafræði og sögn Norður-
landa, og ný bókmenntaöld rann upp með
þeim Oehlenschláger og Grundtvig. Þjóð-
ernistilfinningin. vaknaði og glæddist meir
og meir og frelsishreyfingar voru henni
samfara er fram liðu stundir, þó ekki gerð-
ust skáldin beint talsmenn þeirra. Straum-
ur sá þyngdist meir og meir, og eftir fe-
brúarbyltinguna i París 1848 varð hann
konujigsvaldinu of sterkur, svo konungui
varð að afsala sér einveldi sínu i hendur
þjóðarinnar án þess að til uppsteitar
kæmi eða blóðsúthellinga, sem viða ann-
ars staðar um þær mundir. En rétt á
eftir urðu Danir að beita vopnum til að
bæla uppsteit Þjóðverja í hertogadæmun-
um svonefndu; gengu þeir þar vasklega
fram, enda báru hærra hlut. Þetta með-
læti Jjoldi þjóðin ekki. Þjóðernistilfinn-
ingin og þjóðarmetnaðurinn óx fram úr
öllu hófi. Danska þjóðin sökkti sér niðui'
í sjálfa sig, miklaðist af fortið sinni og
hinum nýju sigurvinningum, en leit smá-
um augum á aðrar þjóðir og hirti ekki
um að fá rétta þekkingu á Jjeim né bera
neitt af þeim, þóttisl sjálfri sér nóg.
Skiljanlegt er, að Danir voru ekki á þvi
að fallast á Jjjóðréttarkröfur vor Islend-
inga á þeiim árum. Hitt var Jjcim haútu-
legra, hve smáum augum þeir litu á
Þjóðverja, þar á meðal stórveldið prúss-
neska, sem þá var að fa'rast í aukana.
Það má svo að orði kveða, að þeir skoð-
uðu sjálfa sig í kíki, sem stækkaði mörg-
um sinnum, en Þjóðverja i honum öfug-
um. Georg Brandes segir einhver.s staðar
frá því, að skömmu fyrir ófriðinn seinni
út af hertogadæmunum (1864) heyrði
hann einn málsmetandi landa sinn halda
því fram í alvöru, að óliætt væri að ætla
hverjum einum dönskum manni að ráða
niðurlögum 1 o Þjóðverja, ef til ófriðar
kæmi.
Öfriðurinn kom og fór sem vita mátti,
við slíkt ofurefli sem var að etja, að
Danir fóru hinar mestu ófarir og urðu
92
A K R A N E S