Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 38
✓-----------------
Ólfífur Gunnarsson skrifar
Xlm
LEIKLIST
★ Litli kofinn.
Gamanleikur í þremur þáttum eftir André
fíoussin. Bjarni Guömundsson íslenzkaði.
Lrikstjóri: Benedikt Árnason. Leiktjöld og
búningar: Lárus Ingólfsson.
Þetta er franskur gamanleikur, sem ger-
ist á eyðieyju úti á reginhafi, en þar hefur
skolað á land samkvæmisklæddri kon i
ásamt manni hennar og heimilisvini, sem
jafnframt er elskhugi hennar. Þetta fólk
hefur áður lifað í sátt og samlyndi og kon-
an haldið við heimilisvininn reglulega i
sex ár, án þess að manrhnn grunaði neitt.
Nú verða tækifæri konunnar og elskhug-
ans færri og óvissari en áður og veldur þao
manninum miklu hugarangri. Eftir nokkr-
ar bollaleggingar ákveða skötuhjúin að
segja eiginmanninum eins og er og far i
þess á leit, að elskhuginn fái að njóta kon
unnar aðra vikuna. Eftir nokkrar vífi-
lengjur gengur eiginmaðurinn að þessu,
en þá bregður svo einkennilega við, að
elskhuginn gerist hugsjúkur en eiginmað-
urinn Ijómar af ánægju. I'.oks kemur
villimaður, sem ])ó reynist vera danskm
kokkur, til skjalanna og bindur báðu
mennina, en nýtur ásta konunnar, sem
alltaf virðist vera til þénustu reiðubúin.
Ekki verður sagt, að þessi leikur flytji
mönnum mikil ný sannindi eða auki veru-
lega innsýn þeirra í lífsgátuna, enda muu
honum ekki ætlað annað hlutverk en vekja
kátinu eina kvöldstund. Ekki dreg ég í
efa, að þeim tilgangi muni leikurinn rm
i heimalandi sinu, þar sem fyndnin í til-
svörunum nýtur sín betur en í þýðingu
og leikararnir skilja og túlka með léttleika
og hraða það sem gerist. Leikararnir okk-
ar ráða ekki sem bezt við túlkun þessan
alvörulitlu en bráðfyndnu manngerða. Ró
bert Arnfinnssyni lætur betur að skapa
alvarlegar persónur en lausagopa, þólt
ekki verði sagt, að hann gerði ekki allnokk-
uð úr eiginmanninum. Rúrik Haraldsson
var í sjálfu sér ekki lélegur elskhugi að
því er séð varð, en ósköp var maðurinn
laus við að vera franskur. Þóra Friðriks-
dóttir hafði bæði vöxtinn og skapgerðina
á móti sér í hlutverki eiginkonunnar. Þóra
er alltof virðuleg manneskja til þess að
geta breytt sér í annað eins fiðrildi og
eiginkonan var, enda trúði maður því
aldrei, að hana langaði í raun og veru að
skipta eins oft um hvilunautinn í litla
kofanum eins og raun var á.
Beztur þótti mér leikur Jóhanns Páls-
sonar í villimanninum og kom það nokkuð
á óvart, þvi ekki minnist ég mikilla af-
reka af hans hálfu áður.
Ekki er nema gott eitt um það að segja,
að Þjóðleikhúsið sýni gamanleiki við og
við, en þar eð hlutverk þeirra er einkum
að skemmta fólki og bæta fjárhag leik-
hússins, verður að vanda val þeirra mjög
vel og að þessu sinni hefur léttleiki á er-
lendu sviði sennilega villt veljanda sýn.
Um þýðingu Bjarna Guðmundssonar er
ég í einlægni sagt ekki fær um að dæma,
en með tilliti til þess, að hann er allvan-
ur að íslenzka erlend leikrit, finnst mér
ekki ástæða til að ætla annað en hún sé
allgóð.
106
A K R A N E S