Akranes - 01.04.1958, Blaðsíða 10
Sir Thomas More.
Ég var fyrir nokkru að blaða í dýr-
lingaskrá kaþólsku kirkjunnar, en á henni
munu vera nær 5000 manns, og datt
mér þá í hug, hvort ég mundi geta fund-
ið þar nokkurn stjórnmálamann úr leik-
mannastétt. Séu þjóðhöfðingjar taldir með
stjórnmálamönnum, þá eru þar auðvitað
margir, en taki maður orðið stjórnmála-
maður í merkingu vorra daga, veit ég
ekki nema af einum, sem tekinn hefur
verið í dýrlingatölu, en það er Eng-
lendingurinn hinn heilagi Sir Thomas
More, sem var einn fra'gasti rithöfundur
viðreisnartímabilsins og nafntogaður
stjórnmálamaður á sinni tið, og ég ætla
að segja hér æfisögu hans, því hann er
svo merkilegur, að hver maður um gjör-
vallan heim þekkir hann, og þarf að vita
mikið um hann, en áður ætla ég að
segja skrítna sögu, sem fyrir mig kom í
sambandi við hann.
Það er á allra vörum, að útvarpið
sé, eða eigi að minnsta kosti að vera,
menningartæki, en það er nú hver hest-
I)r. Guðbrandur Jónsson:
Sir Thomas Hore
ur eins og hann er hafður, og sjálf úl-
varpstækin eru auðvitað ekki menningar-
tæki, nema það sé mannandi og mennt-
andi, sem i þau er sett. Nú ætla ég auð-
vitað ekki að fara að ná mér niðri á út-
varpinu þessa stundina, en þess er ekki
að dyljast, að það sem íslenzka útvarpið
býður er oftar óboðlegt en hitt, og þvi
hefur farið hrakandi, eftir að það fór að
verða bundið í báða skó, rétt eins og
dagblöðin okkar eru í bili. tJt í það fer
ég ekki lengra. En þegar Píus páfi XI.
tók Sir Thomas More í helgra manna
tölu 1935, þá var ég enn á hatti við út-
varpið, og datt mér þá í hug, að æfi Sir
Thomas væri efni í útvarpserindi og bauð
útvarpinu það. Svarið, sem ég fékk, held
ég sé kyndugasta svar, sem ég hefi fcng-
ið á æfi minni, svo ég hafi ckki um það
önnur orð. Maðurinn, sem fyrir svörum
varð, anzaði því, að það va'ri ekki til
Jieins að lala um þennan mann við hlust-
cndur, þvi þeir vissu ekkert um hann.
Ég lét mér svarið vel lika, en fannst ])að
með sjálfum mér vera einkennileg menn-
ingarstofnun, sem ekki vildi fræða menn
um annað en það sem menn vissu undir.
Skal ég svo ekki fara lengra út i það.
Þýðing hins blessaða Sir Thomas More
er með þrennum hætti, hún er stjórn-
málaleg, kirkjuleg og menningarleg, þó
þetta sé allt öðrum þræði hið sama. Ég
verð því áður en ég fer út í æfi hans,
78
AKRANES