Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 53

Akranes - 01.04.1958, Qupperneq 53
Jón Gnömundsson. Gróa Jónsdóttir. sem gaf meira en kviðfylli. Honum var illa við að vera smjörlaus, svo að þar mun sjaldan hafa verið tómt smjörlíki á boið- um. Kjöt vildi hann hafa na'gilegt og enga búsveltu, en ýmislegt annað og óþarflegt mátti og átti að spara frá hans sjónav- miði. Sparsemi og nýtni var honum runn- in í merg og bein. Bæði hefur honum sjálfsagt verið það meðfa'tt, en einnig hef- ur það mótast af ríkri þörf, því að þá óðu menn ekki í peningum. Þótt Jón færi svo vel með fjármuni sina, var það ekki af meðfa'ddri eða á- skapaðri nizku. Hann vildi fyrst og fremst sjá hag sinum og sinna borgið, og þegar það var tryggt, mátti fyrst leyfa sér eilt- hvert frávik frá þessu nauðsynlega sjón- armiði. Því að fáa menn eða enga hefi ég þekkt, sem ver mundu hafa unað því hlutskipti, að vera upp á aðra kominn fjárhagslega. Jón í lúaufási var tryggur þeim, er hann batt vináttu við, en ekki var hann allra vinur, og hann mundi lengi mótgerðir, þótt ekki legði hann hatur á menn. Hann var svo þroskaður maður og þjóðrækinn, að hann sá vel að ýmislegt. vantaði, sem ekki var hægt lengur að komast hjá i nútima þjóðfélagi, þótt eldri kynslóðin hefði orðið að fara þess á mis. Mætti þar til nefna meiri menntun yfirleitt — og þá ekki sízt kvenna. Þetta sjónarmið Jóns kom bezt fram, er hann ánafnaði Akranesi að sér látnum kr. 2000,00, helmmgurinn skyldi renna til væntanlegs húsmæðra- skóla á Akranesi, en helmingurinn til ekknasjóðs sjódrukknaðra manna á Akra- nesi. í 34 ár vorum við Jón í Laufási ná- grannar og góðir vinir þrátt fyrir mis- eldri. Ætti ég þvi að þekkja á honum nokkur deili. Býst ég við, að það sem hér er sagt, fari nokkuð nærri réttu lagi urn skaphöfn hans. Þessi voru börn þeirra Jóns og Gróu: í.Kristján, sjómaður, kvæntur Sylvíu Þorláksdóttur frá Isafirði. Hann drukknaði af kútter Valtý. Þeirra syn- ir eru: a. Gústaf, bifreiðastjóri, kv. danskri konu, Musse að nafmi. t’au eiga 4 böm. AKRANES 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.