Freyr - 01.07.1947, Qupperneq 7
REYKJAVÍK, JÚLÍ 1947
Um þœr munciir, er þetta blaö Freys berst til lesendanna, stendur
yjir í Reykjavík fyrsta almenna landbúnaöarsýningin, sem haldin hefir
veriö hér á landi.
Til sýningarinnar er stofnað með þaö sem markmið að sýna þeim,
sem stunda aðrar atvinnugreinar, hvernig háttum og afkomu er varið i
sveitunum nú og til þess jafnframt að gefa hinum, er landbúnað stunda,
kost á að kynnast af eigin sjón og raun, hverjar nýjungar biða þess, að
bœndur og húsfreyjur sveitanna veiti þeim viðtöku og noti til eflingar
heimilis og' hagsœldar i sveitinni.
Á meðal annarra þjóða hafa landbúnaðarsýningar verið haldnar um
langt skeið, og viðurkennt er, að þœr hafi stuðlað mjög að örri útbreiðslu
hagnýtra hluta og heppilegra starfsaðferða. Mœtti svo verða einnig hjá
okkur! Þá er ekki til ónýtis varið þvi fé og þeirri fyrirhöfn, sem Búnað-
arfélag íslands leggur í sölurnar, með traustum stoðum og styrk frá rikinu
og flestum eða öllum þeim stofnunum, sem láta sig rhál landbúnaðarins
nokkru varða. Ef sýning þessi mœtti verða til þess að treysta þau bönd,
skilnings og velvilja, sem tengja sveitir og kaupstaði, og styðja um leið að
blómgun og menningu íslenzkra sveita, þá er tilganginum náð.