Freyr - 01.07.1947, Side 12
194
FREYR
Hann er nú orð-
inn myndskeri
1. Héraðsskólarnir voru sjálfseignar-
stofnanir, stjórnað af skólanefnd inn-
anhéraðsmanna, sem stofnendur skól-
anna kusu. Formaður var stjórnskip-
aður.
2. Úr ríkissjóði bar að greiða % stofn-
kostnaðar, % skyldu koma annars
staðar að.
3. Rekstrarstyrk átti einnig að greiða
úr ríkissjóði. Hann var miðaður við
nemendafjölda. — Nemendur skyldu
greiða smávægilega húsaleigu og
skólagjöld.
Brátt sýndi sig, að þeir % stofnkostnað-
ar, sem ríkið ekki greiddi, fengust tæp-
lega eða alls ekki. Þeir skólar, sem eitt-
hvað framkvæmdu að nýju, söfnuðu
skuldum. Kennarar héraðsskólanna munu
þó, ýmsir að minnsta kosti, hafa litið á
þessa skóla eins og óskabörn í reifum og
helgað þeim að verulegu leyti krafta sina
sem ólaunaða sjálfboðavinnu. Þannig
tókst þeim að afla nokkurs fjár til styrkt-
ar nýjum framkvæmdum, einkum með
námskeiðum vor og haust, sumargistihús-
um fyrir bæjafólkið og búrekstri. Þetta
nægði þó ekki, skuldir söfnuðust.
Á Alþingi 1939 voru héraðsskólalögin
endurskoðuð og þeim breytt. Lögin voru
þá 10 ára gömul. Aðal breytingarnar
voru þessar:
1. Ríkisstyrkur var hækkaður úr % í %
stofnkostnaðar. Rekstrarstyrkurinn
var einnig hækkaður.
2. Verknámið og rekstur allur skýrar
mótaður en áður var.
3. Kennararnir skyldu vera fastráðnir
ársmenn með launuðu mánaðarfríi, ef
til væru störf, sem þeim hentaði og
skólinn þarfnaðist krafta þeirra.
4. Fjárhagur skólanna skyldi athugaður
og ákvæðin um % stofnkostnaðar lát-
in verka frá upphafi skólanna.
Þetta var framkvæmt, og Alþingi 1939
skildi við skólana skuldlausa.
Þessu þróttmikla átaki Alþingis 1939 í