Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 15

Freyr - 01.07.1947, Page 15
FREYR 197 skólanna, að þeir opna augu æskunnar fyrir þægindum, sem vert er að keppa að og notfæra sér. Margur áfellir æskuna nú á dögum fyrir ærsl og ístöðuleysi. Sjálfsagt er eitthvað hæft í því, að æskan sé óstöðug í rásinni og líti ekki sérlega alvarlega á hverja stundina, sem líður. Sé um sök að ræða, er hún hjá uppalendunum og ráðandi öflum í þjóðlífinu, en ekki hjá þeim, sem raunverulega mega sín minnst. Þetta hljóta allir að sjá. Fyrir 15—20 árum voru nemendur sveita- skólanna að jafnaði 18—24 ára. Þetta fólk vissi hvað það vildi, tók vel eftir öllu, sem gerðist, og gat einbeitt sér talsvert. Furðu ört breyttist þetta. Skólafólkið varð æ yngra með hverju ári, allur hraði fór vax- andi og nýjungar á öllum sviðum. Nú er fjölbreytnin svo mikil og svo margt ber fyrir skynfæri æskunnar, að hún er ein- lægt í vanda um það, hvað skuli velja til dægrastyttingar óg hverju hafna. Foreldrar og skóli hafa nú misst tökin á öllu saman vegna dekurnáttúru og hé- gómaskapar. Þessir aðilar þóttust allt í einu hafa uppgötvað einhverja nýja upp- eldisaðferð, þar sem leikur átti að vera uppistaðan í öllu uppeldi og námi. Þegar svo vitleysan hefir sigrað, kenna báðir aðilarnir hinum minnimáttar um mis- tökin. Vinir mínir. Hlýðni og hófleg alvara er enn sem fyrr höfuð-undirstaða mann-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.