Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 18

Freyr - 01.07.1947, Síða 18
20Ö FREYR um og spara þeim þar með ýmist vetrar- nám í skóla eða jafnvel skólagöngu með öllu. Það er ef til vill dirfska af mér að segja það, en ég held þó, að það sé rétt, að eng- um réttsýnum, skynsömum manni blandist hugur um, að sveitaskólamálið í heild hafi haft blessunarrík áhrif á íslenzka æsku allri þjóðinni til góðs. Hér hefir þá í fáum dráttum verið skýrt frá staðreyndum af starfi heimavistarskóla í sveitum á tímabilinu, sem ég þekki það af eigin raun, eða nærfellt 20 ár. Ég vil ekki lengja þetta með því að ráða í framtíðina. Þó vil ég að síðustu segja þetta: Vinna ber að því, að koma upp skólahverfum, en ekki stökum skólum. Þeir eru of dýrir að stofnkostnaði og rekstri. Þeir geta ekki veitt sér kennaralið, sem fullnægir hverjum tíma. Sundlaugar og fimleikahús eru dýrar bygg- ingar, og verða því að fullnægja mörgu fólki, sömuleiðis samkomuhús bæði til fyr- irlestra, kvikmyndasýninga og annarra skemmtana. Aðeins í skólahverfi er auðið að hafa öflugt og fjölbreytt kennaralið. Þar á að vera læknir, hjúkrunarkona og sjúkraskýli. Þar væri einnig hentugt að hafa prest- setur. Aoeins á þennan hátt verður skóla- starfsemin svo sterk, sem yfirleitt er auðið, og með þessu móti er vel bætt úr ýmsum þeim örðugleikum, sem þegar eru farnir að gera mjög vart við sig á þessum stöku skólum. í einu af þessum skólahverfum kemur svo menntaskóli sveitanna, en hans krefst sveitafólkið nú án tafar. Bjarni Bjarnason. Bændaskólinn og bóndinn Tveir bændaskólar hafa starfað hér á landi síðustu áratugina. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal, sem var stofnaður 1882 og bændaskólinn á Hvanneyri í Borgar- firði, sem stofnaður var 1889. í nokkur ár störfuðu einnig bændaskól- ar í Ólafsdal, í Dalasýslu, og á Eiðum, í Suður-Múlasýslu. Ólafsdalsskólinn var stofnaður 1880 og starfaði í 27 ár, hætti 1907. Eiðaskólinn var stofnaður 1883 og hætti sem bænda- skóli 1917, starfaði í 34 ár. Búnaöarskólinn í Ólafsdal

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.