Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 20

Freyr - 01.07.1947, Síða 20
202 FREYR manndómur og þekking sé til staSar. Það hefir vantað vélar svo hægt væri að nota þau gæði, sem til eru í landinu. Af þeirri ástæðu hefir landbúnaður okkar ekki get- að veitt viðunanleg lífskjör. Afleiðingin af því hefir orðið sú, að fjármagn þjóðar- innar hefir farið til annarra atvinnuvega en landbúnaðarins, og fólki fækkað í sveitum. En hvert er viðhorfið nú? Er bjartara framundan fyrir þá ungu menn, sem sækja bændaskólana þessi árin, heldur en var fyrir þá er áður sóttu skólana. Álit mitt er, að landbúnaður á íslandi, hvað snertir jarðrækt og tækifæri til framleiðslu á jarðargróða, haíi aldrei haft jafngóð skil- yrði og nú. Það sem orsakar þetta eru skurðgröfur, kílplógar, jarðýtur, Farmall dráttarvélar, heyþurrkunatæki og fleiri áhöld og vélar, sem komið hafa til lands- ins síðustu árin. Þessi tæki gera okkur mögulegt að fram- kvæma á fáum árum stórfellda jarðrækt, sem þurfti mannsaldra til að ná áður. Vélanotkunin margfaldar afköst hvers einstaklings, og framleiðslan getur vaxið ótrúlega mikið á fáum árum, því víðast hvar er nóg af ræktanlegu landi. Það hefir því aldrei verið jafn álitlegt að helga landbúnaðinum starfskrafta sína og nú. En á það ber að líta að meiri rækt- un, fjölbreyttari vélanotkun og stærri bú- skapur krefst meiri þekkingar þeirra, sem að honum vinna. Af þeirri ástæðu er nauðsyn fyrir þá, er ætla að gera land- búnaðinn að lífsstarfi sínu að stunda nám

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.