Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 22

Freyr - 01.07.1947, Síða 22
204 FRE YR Húsmæðraskólar Á síðari hluta 19. aldar fór áhugi að vakna á Norðurlöndum fyrir aukinni hús- mæðrafræðslu.Mönnum fór að skiljast að þörf væri á skólum, er veittu ungum stúlk- um fræðslu í þeim greinum, er húsmæður þurfa að kunna skil á, Bændaefnin voru send á búnaðarskóla — var þá ekki sanngjarnt að húsmæðra- efnunum yrði einnig sómi sýndur? Var ekki nauðsynlegt að þær fengju leiðsögn og fræðslu áður en þær legðu af stað út í lífið? Þeim yrði veitt nokkurt veganesti er kæmi þeim að notum í húsmóðurstöð- unni. En það fór eins og svo oft hefir brunnið við, þegar um mál okkar kvenfólksins er að ræða, þeim hefir miðað seint, en á end- anum hafa konurnar komið sínu fram með aðstoð góðra og framsýnna manna. Áhugasamar hugsjónakonur börðuzt ár- um saman fyrir því, að húsmæðraskólar yrðu reistir, þeim var það fyllilega ljöst að nauðsyn bar til að fræða ungu stúlk- urnar og kenna þeim þau vinnubrögð, er þær áttu í vændum að inna af höndum á heimilunum. Húsmæðrafræðslunni jókst fylgi og nokkru fyrir og um síðustu aldamót voru stofnaðir húsmæðraskólar víða á Norður- löndum. Þessi áhrif báruzt hingaö til íslands laust fyrir aldamót. Þá berst frú Elín Briem fyrir því að húsmæðraskóla sé kom- ið á fót í höfuðstaðnum. Full af áhuga og Kvennaskólinn á Blönduósi Ljósm.: V. Sigurgeirsson

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.