Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 23

Freyr - 01.07.1947, Síða 23
FREYR 205 eldmóði hugsjónakonunnar tekst henni að safna fé til skólans og stofnar hann árið 1897. Húsnæði fékk hún í „Iðnó“, en fyrir forstöðukonu og kennslukonu réði hún Hólmfríði Gísladóttur, er numið hafði mat- reiðslu í Kaupmannahöfn. Var skólaárinu skipt í fjögur 3ja mánaða námskeið, var 12 nemendum ætlað rúm á hverju nám- skeiði, og áttu nemendur heima í skólan- um meðan á náminu stóð og var rekin matsala í tambandi við skólann. Frú Elín Briem afhenti Búnaðarfélagi íslands skólann árið 1901 og rak Búnaðar- félagið hann undir forustu frk. Hólm- fríðar til ársins 1907, en þá tók Hólmfríð- ur við honum og stjórnaði meðan kraftar entust. Skólinn í Iðnó var fyrsta sporið í áttina til húsmæðrafræðslu hér á landi. — ★ Árið 1905 tók Kvennaskólinn í Reykja- vík upp þá nýbreytni að halda matreiðslu- námskeið við skólann. Voru þau haldin í þrjú ár, féllu svo niður í eitt ár, en byrj- uðu aftur árið 1909 þegar skólinn flutti í hin nýju húsakynni við Fríkirkjuveginn og var þeim haldið áfram til ársins 1942. í húsmæðradeildinni við kvennaskólann voru tvö námskeið árlega, 3—4 mánuði hvort, var rúm fyrir 12 námsmeyjar á hvoru námskeiði. Auk þess hélt skólinn í Húsmœðraskólinn á Laugum Ljósm.: V. Sigurgeirsson

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.