Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 25

Freyr - 01.07.1947, Page 25
Námsmeyjar í hús- mœðraskóla, sauma og hekla. Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson húsmæðrakennslan kæmist í viðjmandi horf. Konurnar hugsuðu með sér: „það skal fram sem stefnir meðan rétt stefnir“. Telja má að 1923 sé nýtt spor stigið, er verður til þess að marka tímamót í þess- um skólamálum. Það ár ákvað skólanefnd Blönduósskóla að breyta honum í hús- mæðraskóla. Auka átti þar verklegt nám að miklum mun, en draga að sama skapi úr bóklega náminu. í skólanum átti að kenna allt, er laut að húsmæðrafræðslu, vefnað, handavinnu alls konar og garð- yrkju. Af bóklegum námsgreinum skyldi kenna íslenzku, reikning, dönsku, heilsu- fræði og manneldisfræði. Námstíminn var ákveðinn 9 mánuðir. Eigi voru menn strax á eitt sáttir um það, hvernig þessari breytingu yrði bezt komið fyrir. En eftir nokkurra ára reynslu og athuganir komst skólinn í það horf, er hann hefir starfað í síðan og flestir hús- mæðraskólar, er reistir hafa verið síðar — nema skólinn á Hallormsstað, sem er tveggja ára skóli — hafa tekið Blönduós- skóla sér til fyrirmyndar um skipan og skiptingu kennslustunda. Allir voru sammála um að koma á vefn- aðarkennslu í skólanum þegar breytingin fór fram. Vefnaðarkunnátta okkar íslend- inga var í stöðugri afturför. Því var nauð- synlegt að koma vefnaðinum í húsmæðra- skólana, ef hann átti ekki að glatast með öllu. — Breytingin á Blönduósskóla mæltist vel fyrir og varð mjög vinsæl. Vaknaði við það áhugi manna fyrir húsmæðraskólum, og smátt og smátt fór að rakna úr með allar framkvæmdir. Húsmæðraskóli var stofnaður 1927 á Staðarfelli í Dölum. Húsmæðraskólinn á Laugum tók til starfa 1929 og skólinn á Hallormsstað var stofnaður ári síðar. Hallormsstaðaskólinn er tveggja ára skóli

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.