Freyr - 01.07.1947, Side 33
FREYR
215
það hin síðustu árin, að þeim er full al-
vara með að taka þau risaskref á fáum
árum, sem til þess þarf að framkvæma
slíkt. Stórhugur þeirra nú í ræktunarmál-
um, og öðrum framkvæmdum varðandi
búnað, sýnir það glögglega. En til þess að
svo megi verða, þarf að tryggja þeim nægi-
legt fjármagn og með skynsamlegri lög-
gjöf tryggja þeim nægileg félagsréttindi,
svo að bændastéttin geti notað mátt sam-
taka og samhjálpar til þess að efla og
styrkja landbúnaðinn.
Eitt er það sem aldrei má gleymast, það
er hagsmuna mál þjóðarinnar allrar, hvar
í stétt sem menn skipa sér. Það er, að land-
búnaður og sveitamenning verði sterkur
og veigamikill þáttur í þjóðarbúskap vor-
um. Minnumst þess, að engin þjóð' getur
sótt fram á við og haldið menningu sinni
í horfi, nema ræktun landsins og landbún-
aðurinn þróist, í fullu samræmi við aðra
þáttu þjóðlífsins.
Steingr. Steinþórsson.