Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1947, Síða 36

Freyr - 01.07.1947, Síða 36
218 FRE YR tilheyrandi hliðum, snúnum, hallandi, mis- háum tréstólpa-fauskum, lafandi gadda- vírsflækjum, hangandi hurðarskrápum, sem illt er að komast til ráðs við, fyrir umfaranda. Sjálf heimreiðargatan, ílæg og illfær hestum og bifreiðum stundum, slíkt er engin snyrtimennska. Þegar heimreið sleppir og í hlað er gengið, blasir oft við sjónsærandi um- hverfi. Hlaðið er illa lagað og slökkótt moldarhlað — stundum illdauna forar- hlað, sem skapar slæma aðstöðu fyrir hús- freyjuþrifnað innan veggja. Á hlaði, eða í kring um íbúðarhús, eða bæ, ægir oft saman ýmsu amboða- og áhaldaskrani, ónýtu og alls-óþörfu rusli, sem engan rétt á til veru nærri manna bústöðum. Öll hlöð þurfa að vera vel lög- uð, rúmgóð, grjótfyllt og malborin og steypt stétt kringum íbúðarhús. Víða er bæjarskólps óþverra hellt á hlað, eða í hlaðvarpa, þar sem ekki eru safnþrær við íbúðarhús. En því verr bæta vanhirtar bæjasafnþrór lítið úr vanzanum, þar sem þær eru látnar standa opnar og gapandi skammt frá bæjarvegg, með sírennandi grænum, úldnum slímstraumum út á tún- in, og skapa í kring um sig megna rotnun- arfýlu. Slík vanhirða getur valdið heilsu- og líftjóni þeim, sem við búa, einkum smá- börnum. Salerni vanta alltof víða. Allt slíkt er óþolandi brot gegn þrifnaðarlegu velsæmi hvers heimilis. Annars virðist mér það svo, að öll utanbæjar snyrtni og þrifnaður, sé meira háð réttum skilningi „Skín við sólu Skagafjörður“ (Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson)

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.